Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 LESENDARÝNI Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núverandi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottinum á veiðitímabilinu, sem stendur í 48 daga frá maí til ágúst. Líklegt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri en 48 vegna skorts á aflaheimildum. H l u t f a l l s t r a n d v e i ð a af leyfilegum h e i l d a r a f l a þorsks nemur tæpum fimm prósentum. Strandveiðar, þótt takmarkaðar séu, hafa sannað gildi sitt. Þær eru hagkvæmar og hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir og yfir sumartímann hleypt auknu lífi í brothættar byggðir víða um land. Auk þessa gefið fjölbreyttum hópi sjómanna atvinnufrelsi og tækifæri til handfæraveiða. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Strandveiðar eru umhverfisvænar, þær valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Markmið fiskveiðistjórnunarlaga hafa ekki náðst Markmið laga um fiskveiðistjórnun er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna á Íslandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Kvótakerfinu var komið á til þess að vernda íslenska fiskistofna fyrir ofveiði. Sé litið til markmiðsins um verndun þá hefur árangurinn ekki leitt til uppbyggingar fiskistofna. Kvótakerfinu var komið á fót til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 200.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag. Hafrannsóknastofnun lagði til að afli fiskveiðiárið 2022/2023 yrði ekki meiri en 208.846 tonn. Mikil nákvæmni það. Gríðarlegar tæknibreytingar sl. 40 ár hafa einnig leitt til mikillar hagkvæmni. Líklegt er að þær haldi áfram og verði enn hraðari á næstu árum. Segja má að kvótakerfið hafi einnig leitt til hagkvæmni með samruna fyrirtækja í greininni. Ríkið gerði aldrei kröfu eða skapaði skilyrði fyrir hagræðingu innan greinarinnar fyrir daga kvótans. Árum saman var gengi íslensku krónunnar fellt þegar útgerð stóð illa. Útgerðarstjóri fór til þingmanns, sem fór til ráðherra og seðlabankastjóri felldi gengi íslensku krónunnar. Frekar var þjóðin gerð fátækari sem nam gengisfellingu en krafa væri um hagræðingu. Hún kemur ekki fyrr en með kvótasetningu. Markmiðin um að tryggja traust atvinnu og byggð í landinu hafa ekki náðst í þeim sjávarbyggðum þar sem kvótaeigandi er ekki með útgerð. Staða hinna dreifðu sjávarbyggða staðfestir það. Sjávarbyggðum hefur hnignað og íbúum fækkað. Þessi þróun mun halda áfram verði nýtingarréttur sjávarbyggðanna ekki viðurkenndur. Það er viðurkenning á atvinnufrelsi og búseturétti í sjávarbyggðum landsins. Vissulega hefur fiskeldi styrkt byggð víða sem ný atvinnugrein og er mikilvæg viðbót. Ferðaþjónusta er það einnig yfir sumartímann og eykur fjölbreytni í atvinnulífi. Það breytir því ekki að sjávarútvegur er sérstaklega mikilvægur fyrir atvinnu og grundvöllur byggðar víða á landsbyggðinni og í sjávarbyggðunum. Viðurkenna þarf að afla­ hámarkskerfið hefur hvorki skilað þeim markmiðum sem lög um fiskveiðistjórnun stefna að né þeim árangri sem vonir stóðust til. Einnig þarf að viðurkenna réttmæti gagnrýni á hafrannsóknir og veiðiráðgjöf og gera umbætur. Strandveiðikerfið tryggir ekki jafnræði og atvinnufrelsi Núverandi strandveiðikerfi með 48 veiðidögum og litlum afla­ heimildum var sett á í kjölfar álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2007. Álitið sagði að stjórnkerfi fiskveiða bryti á jafnræði borgaranna samkvæmt alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Strandveiðikerfið í núverandi mynd tryggir ekki jafnræði borgaranna. Til þess eru takmarkanir á veiðunum of miklar og meiri en nauðsyn krefur. Gæta verður meðalhófs við að ná því markmiði sem stefnt er að, sem er verndun fiskistofna, og réttlæta takmarkanir á atvinnufrelsi. Takmarkanir á atvinnufrelsi þarf að byggja á því að veiðar ógni fiskistofnum. Verndunin þarf að ná til veiðarfæra sem ógna fiskistofnun, ekki þeirra sem ekki ógna þeim. Handfæraveiðar með nokkrum önglum á bát gera það ekki. Þegar kemur að handfæraveiðum gengur skerðingin því lengra en nauðsyn krefur. Handfæraveiðar á smábátum búa einnig við náttúrulegar takmarkanir vegna veðurs og sjólags. Þetta auk lögbundinna frídaga ættu að vera nægar takmarkanir stóran hluta ársins. Núverandi ríkisstjórn hefur gengið mjög gegn hagsmunum strandveiða og sjávarbyggðanna. Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG var reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheimildir til strandveiða sumar 2022. Breytingin var á reglugerð sem hafði tekið gildi í ágúst 2021 – rétt fyrir kosningar – en með henni eru þorskveiðiheimildir skertar um 1.500 tonn. Aflaheimildir lækkuðu með því úr 10.000 tonnum í 8.500. Byggðakvótinn var einnig lækkaður um 874 tonn, úr 4.500 tonnum í 3.626 tonn. Hér var um umtalsverða skerðingu að ræða, sem fór þvert gegn kosningaloforðum VG í Norðvesturkjördæmi. Stjórnvöld hafa ekki tryggt strandveiðikerfinu nægjanlegar aflaheimildir til að tryggja 48 veiðidaga. Í fyrra var veiðum hætt 21. júlí sl. vegna skorts á aflaheimildum. Líklegt er að svipað verði upp á teningnum í ár. Sátt í samræmi við markmið fiskveiðistjórnunarlaga og réttarvitund almennings Rétturinn til handfæraveiða er ævaforn og á styrka stoð í réttarvitund almennings. Í Jónsbók frá 1281, lögbók Íslendinga í árhundruð, segir: „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju.“ Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og á því að ná til þeirra veiðiaðferða og veiðarfæra sem ógna fiskistofnunum. Handfæraveiðar með önglum ógna ekki fiskistofnum og ber því að gefa þær frjálsar. Rökin fyrir núgildandi takmörkun handfæraveiða eru því ekki fyrir hendi og ættu að vera fyrir utan kvótasetningu. Handfæraveiðar gefa góðar upplýsingar um ástand fiskistofna við strendur landsins sem ætti að nýta betur. Auka þess að ógna ekki fiski­ stofnum og vera hagkvæmar þá myndu frjálsar handfæraveiðar stuðla mjög að því að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu, líkt og er markmið fiskveiðistjórnarlaganna. Er hér átt við byggð í sjávarbyggðum landsins, sem margar hverjar eru brothættar. Auknar strandveiðar myndu styrkja mjög stoðir hinna dreifðu byggða landsins með sjálfstæðum smáútgerðum, hleypa nýju lífi í hnignandi sjávarbyggðir og styrkja fjölbreytt útgerðarform í sjávarútvegi. Baráttan fyrir frjálsum handfæraveiðum er réttindabarátta. Þetta er barátta fyrir jafnræði og atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Þetta er einnig barátta fyrir búseturétti í sjávarbyggðum landsins, sem byggist á atvinnufrelsinu. Sjávarbyggðirnar hafa byggt tilvist sína á fiskveiðum og aðgengi að fiskimiðunum. Þetta er barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Hægt er að tryggja þennan rétt með eflingu strandveiða án þessa að ógna fiskistofnum við landið. Ef vilji er til að ná sátt um fiskveiðistjórnarkerfið þá mun sú sátt felast í sanngjörnu veiðigjaldi og aðgengi að fiskveiðiauðlindinni með frelsi til handfæraveiða með náttúrulegum og eðlilegum takmörkunum. Mikilvægt er að koma á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu í átt að réttlæti fyrir alla þjóðina og allar byggðir landsins sem byggja á jafnræði og atvinnufrelsi. Það verður einungis gert með því að virða rétt almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur. Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Eyjólfur Ármannsson. Bygg á uppruna sinn fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem það vex villt í högum Frjósama hálf- mánans, vöggu siðmenning ar- innar. Einmitt þar var bygg tekið til ræktunar (e domestication). Sem atvikaðist sennilega þannig að nokkur strá í víðfeðmum engjum felldu ekki fræin. K o r n i ð sat fast í axinu, stökk­ breyting, sem gerði fólki sem átti leið um auðvelt með að safna korninu og taka með heim. Þessi eiginleiki er plöntunum til trafala í náttúrunni þar sem fræ þeirra dreifast síður með vindi. En fyrir tilstuðlan mannsins dreifðist það enn víðar en nokkru sinni fyrr var mögulegt. Upp frá þessu hófst sambýli mannfólksins og byggs sem varir enn og saman dreifðust tegundirnar um alla jörðina. Án hvert annars gátu þau ekki verið. Bygg var notað eins og annað kornmeti en vék fljótt fyrir hveiti. Bygg reyndist þó hið besta korn til bruggs. Sem slíkt var bygg notað sem gjaldeyrir til forna og var þrælunum sem byggðu pýramídanna í Gísa greitt með byggi til bjórgerðar. Það er auðvelt að ímynda sér hvernig bygg sem gleymdist blautt í skjólu súrnar og varð að áfengri súpu. Súpu sem fólk lagði allt kapp á að bæta til þess að kalla mætti bjór. Með tímanum jukust kröfur til byggs til bjórgerðar og eru í dag strangar. Til þess að bygg verði að bjór þarf að malta það. Allt malt er bygg en ekki allt bygg verður malt. Um 15% alls byggs í heiminum verður malt en rest er fóður fyrir húsdýr. Maltferlið er í sjálfu sér einfalt, kornið er látið spíra og prótín í fræinu umbreyta sterkju í sykrur nefndar maltósi sem er svo aðgengilegur gersvepp sem nærist á sykrunum en myndar etanól sem aukaafurð í hjáverkum. Til þess að hámarka afköst og einsleitni bjórs úr brugg­ húsum þarf maltið að vera af hæstu gæðum. En það næst ekki nema byggið sé einnig af hæstu gæðum. Sömuleiðis þurfa malthús að hámarka afköst og einsleitni maltsins. Margir eiginleikar eru til úrvals þegar ákvarða á hvort bygg geti orðið malt. Helst þarf kornið að vera sterkjuríkt, og ekki of prótínríkt, þúsund­ kornaþyngd þarf að vera há og kornið einsleitt í stærðarflokkun. Algengt er að aðeins tvíraða korn sé ræktað til maltframleiðslu, sökum þess að fá korn gildna í axinu sem hækkar þúsundkornaþyngdina og færri smá korn myndast. Spírunarhlutfall þarf að vera meira en 95% og vera jafnspírandi. Meðan á þróunar­ skeiði byggs stóð, spratt það upp eftir rigningartíð og lá svo sólbakað á jörðinni fram að næsta rigningarskeiði. Til þess að tryggja að kornið spíri ekki fyrir næsta rigningartímabil þurfti þurrk og hita til að rjúfa frædvala kornsins. Dæmi eru um eiginleika sem eru korninu gagnslausir á norðurslóðum nema fyrir tilstuðlan fólksins sem þurrkar kornið með vélrænum hætti. Bygg spírar ekki nema það upplifi hita og þurrk. Einkenni sem seint verða notuð til að lýsa íslensku hausti. Bygg tapar spírunarhæfni sinni með harkalegri meðhöndlun, eins og þegar það er barið fast af blautu axi í þreskivél. Algengt er að aðeins hluti af því byggi sem er ræktað með það að markmiði að verða malt nái þeim árangri, oft langt innan við helmingur. Möguleikar til maltframleiðslu hér á landi hafa lítið verið rannsakaðir. Bygg hefur ekki verið kynbætt sérstaklega fyrir maltgæðum í íslenska kynbótaverkefninu. En það er hægt, þó það sé dýrt að mæla malthæfni þúsundir byggarfgerða árlega. Íslenskur maltmarkaður er ekki stór en miklir möguleikar eru til aukningar með tilkomu þekkingar hér á landi í bruggun og eimingu. Markmiðin að bæta gæði byggs svo að það nái ströngum kröfum malts eru þau sömu og að bæta gæði þess sem fóður fyrir öll húsdýr. Markmiðin að bæta spírunarhæfni byggs til að mæta kröfum möltunar leggja grunn að sáðvöruframleiðslu byggs á Íslandi. Það er grundvallaratriði að við setjum markið hátt og bætum gæði byggs með bættum aðferðum og öflugum kynbótum. Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Malt Bygg er fyrsti skráði gjaldeyririnn og var síðar sleginn í mynt, hér frá 500 árum f.Kr. KORNHORN „Strandveiðar, þótt takmarkaðar séu, hafa sannað gildi sitt. Þær eru hagkvæmar og hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir og yfir sumartímann hleypt auknu lífi í brothættar byggðir víða um land.“ Mynd / Knut Troim Hrannar Smári Hilmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.