Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   Blóðmerahaldið enn Nú er blóðmerahaldið aftur komið á dagskrá og nú fyrir tilstuðlan sunnan af meginlandi Evrópu úr innstu kimum ráðsmennsku og stjórnsemi, sem í málinu tekur undir með öfgasamtökum og áróðursmeisturum sem ekki hafa sannleika og sanngirni að leiðarljósi, heldur yfirlýst markmið um að ganga af starfseminni dauðri. B æ n d u r og búalið, d ý r a l æ k n a r og annað fólk sem stendur í og stendur að blóðmerahaldi veit hvað það er að gera í smáa t r iðum. Það hefur gert þetta aftur og aftur og er hokið af þeirri reynslu sem starfsemin hefur leitt yfir það og leiðbeint því um aðferðir. Þetta fólk veit að hve miklu leyti dýrin þjást við blóðtökurnar og annað stúss í kringum þær. Það veit hveernig sársaukastuðull hrossa er allt annar en manna. Það veit líka hvers þessi hross njóta í staðinn fyrir blóðgjöfina. Það veit að blóðmerahald lýtur sömu lögmálum og annar dýrabúskapur og býr hjá því við þann samanburð. Lögfræðingar og annað skrifstofulið, sem situr suður á meginlandi Evrópu og semur reglugerðir og dæmir um það eftir hvaða reglum skuli farið og dæmt um húsdýrahald, hefur yfirleitt enga eða harla litla reynslu af húsdýrahaldi og samlífi með hjörðum þeim sem undir búskap standa. Sumt hefur það kannski einhverja reynslu af borgarhundahaldi eða búrfiskabúskap og öðru því dýrahaldi sem ekki lýtur lögmálum lifibrauðs og framleiðslu, þar sem skrifstofustörf standa undir kostnaði og hagnaður er ekki forsenda dýrahaldsins. Það fjallar ekki um málin af eigin reynslu og kunnáttu á dýrabúskap. Það fjallar um málin í samræmi við formfastar klásúlur í lagabálkum og reglugerðum sem orðið hafa til í regluverksverksmiðjum. Svo er felldur dómur á slíkum forsendum um hvað sé siðlegt og boðlegt í dýrahaldi. Það er gripið fram fyrir hendurnar á þeim sem vitið og reynsluna hafa og völdin tekin af því fólki. Dómsvöldin eru komin í hendurnar á fólki sem ekki hefur reynslu og vit á því sem það dæmir um, en þekkir fastmótaðar og kategórískar reglur sem það og kollegar þess hefur að mestu leyti sjálft sett og það í skjóli reynsluleysis. Ætlum við að tryggja það að mannkynið eigi bjarta framtíð á jörðinni með þvílíku fyrirkomulagi? Ætlum við að leggja valdið mótmælalaust í hendurnar á reglugerðarfarganinu fræga? Ætlum við að dæma vitið og reynsluna úr leik? Ætlum við í raun að setja formfestuna tekna úr sambandi við vitið í öndvegi lífs okkar? Ætlum við að selja okkar sjálfstæðu hugsun? Ætlum við aftur að selja sjálfstæði vort? Páll Imsland eftirlaunaþegi. Páll Imsland. Mynd / PI REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Lyftu á gæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.