Bændablaðið - 25.05.2023, Page 52

Bændablaðið - 25.05.2023, Page 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 „Það lagast ekkert þó maður tali um það,“ sagði móðir mín svo beinskeytt í anda þeirrar kynslóðar sem mætti áskorunum lífsins af hörku gagnvart eigin líðan og gaf lítið svigrúm fyrir tilfinningar. Sársauki og þjáning var ekki til umræðu sem leiddi það af sér að fólk fékk enga þjálfun í að færa líðan í orð. Sögur, ljóð og söngur innihéldu lýsingarorð um það sem fólk gat samsamað sig tilfinningalega en deildi sjaldan hvernig þeim leið í raun. Eins og einn góður sveitungi lýsir þessu. „Maður elst upp við það að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna, enginn vill ræða tilfinningar, bara alls ekki.“ Viljinn til þess að ræða þessi mál eru misjöfn að teknu tilliti til aldurs. Yngri bændur eru þannig oft opnari til að ræða sín mál. Umræðan um sjálfsvíg sem afleiðingu af vanlíðan sem hefur orðið svo nístandi og óbærileg snertir alla, ekki síst eftirlifendur, þ.e. maka, börn, foreldra og aðra sem sitja með sálarkvölina og hugsanlega komast aldrei að því hvað lá að baki sársaukanum sem kvaldi ástvin okkar. Áhrif sjálfsvíga þeirra sem búa í dreifbýli nær einnig til nærsamfélagsins og því mikilvægt að tryggja stuðning eftirlifenda, fjölskyldu og aðra nákomna frá öðrum fagaðilum vegna fjarlægðar heilbrigðisþjónustu. Dómharka Í starfi mínu sem hjúkrunar- fræðingur hef ég oft hitt fólk sem er að kljást við lífið og líður bölvanlega. Það er tvennt sem flest allir eiga sameiginlegt; hvað það er þeim erfitt að setja orð á eigin tilfinningar eða líðan og hitt að umburðarlyndi gagnvart vanlíðan er mjög lítið. Til þess að fá fólk til að draga úr skömminni gagnvart sjálfu sér, sem fylgir slíkri dómhörku, hef ég notað dæmi þar sem ég bið fólk um að ímynda sér að tilfinningar og þjáning verði að útbrotum á húð. Ef sú væri raunin þá væri umsvifalaust sagt: „Hvað er sjá þig? Þú verður að fara til læknis!“ Það er stórt skref að stíga að leita sér aðstoðar en því fyrr sem það er gert því betra. Það er ekki séríslenskt fyrirbæri að bændur leita síður eftir aðstoð. Orsakir þjáninga geta verið margslungnar og eiga misdjúpar rætur sem við berum með okkur í lífinu og allt gengur sinn vanagang. Álag, og þá sérstaklega yfir langan tíma, getur auðveldlega sett fólk út af laginu. Erfiðleikar í búskap fyrirfinnast oftast ekki bara á einum bæ, því það eru flestir að kljást við sömu erfiðu verkefnin, þannig getur vætusamt sumar þar sem heyskapur gengur brösuglega haft mikil áhrif á líðan viðkomandi í ofanálag við verðhrun afurða með tilheyrandi fjárhagsáhyggjum. Þá er það til lítils að setja hausinn undir sig að venju og halda áfram og þurfa svo að takast á við afleiðingar álagsins þegar fer að líða á veturinn. Þetta er einfalt dæmi um hvernig starfið getur sligað geðslagið. Eru bændur í meiri sjálfsvígshættu en aðrar stéttir? Rannsókn frá árinu 2021 um tíðni sjálfsvíga í Bandaríkjunum sem náði yfir 29 ára tímabil sýndi fram á að þeir sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðar eru líklegri til að falla fyrir eigin hendi en þeir sem stunda önnur störf. Sambærilegar niðurstöður er að finna í tölfræði frá Ástralíu, Bretlandi og Noregi og hafa samtök bænda þar brugðist við með forvarnarvinnu til að vekja athygli á vandanum. Af þessu má draga þá ályktun að bændur og fólk í dreifbýli er í meiri áhættu um að svipta sig lífi, en hvort það eigi við hérlendis er engin tölfræði til um. Það er þó vitað að sjálfsvíg eru þekkt meðal bænda á Íslandi og full þörf á að vekja athygli á því að starfsumhverfi getur verið stór áhrifaþáttur sem orsakavaldur vanlíðunar sem á ekki að draga úr okkur lífsviljann. Við erum öll mikilvæg Ef þú upplifir vanlíðan sem þú áttar þig ekki á, líttu um öxl og rifjaðu upp hvað hefur gengið á síðustu mánuði í lífi þínu. Skoðaðu hvort eitthvert samhengi er í liðnum atburðum og líðan í dag. Það er mannlegt að gefa sjálfum sér tækifæri á að líða betur og leita eftir aðstoð sem stendur til boða. Vinir, ættingjar eða fagfólk geta látið sig líðan þína varða. Píeta- samtökin helga starf sitt forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og bjóða aðstandendum stuðning. Samtökin bjóða símtalsþjónustu allan sólarhringinn þar sem hægt er að ræða við fólk sem hefur þekkingu á líðan fólks í aðstæðum þar sem lífið er orðið þeim óbærilegt. Aðstandendum stendur einnig til boða þjónusta, hvort sem um er að ræða ástvin sem er í sjálfsvígshugleiðingum eða þeim sem syrgja eftir sjálfsvíg. Að pakka tilfinningum niður er eins og að troða í tunnu, hún fyllist og þá gefur eitthvað eftir. Til þess að þola þetta ástand bregður fólk oft á það ráð að deyfa tilfinningar með áfengi eða lyfjum sem er bara til að auka á vandann. Ef þetta er eitthvað sem þú kannast við þá skora ég á þig að gefa sjálfum þér tækifæri á að takast á við þjáningar og sársauka með aðferðum sem hjálpa þér að líða betur með fólki sem lætur sig varða um betri líðan og geðheilbrigði. Fáðu hjálp, það er aldrei of seint. Við erum öll mikilvæg. Sími Píeta-samtakanna er 552-2218 og Hjálparsími 1717. Halla Eiríksdóttir stjórnarmaður BÍ, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi. Bændageð: Hvenær getur starf verið lífshættulegt? Halla Eiríksdóttir. Nýtt myndband á baendaged.bondi.is ímissti bróður sinn Ari Jónsson frá talar um að hann sjálfsvígi. Fossi á Síðu AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA S t a r f s f ó l k Bændasamtak- anna hafa þrátt fyrir þetta verið ó þ r e y t a n d i við að benda stjórnvöldum á raunverulegar a ð s t æ ð u r íslenskra bænda og hvað það er sem stjórnvöld þurfi að gera til að metnaðarfull markmið um íslenskan landbúnað geti orðið að veruleika. Í þessari vinnu hefur eitt þema stjórnvalda þó komið meira á óvart en önnur, en það eru boð stjórnvalda um auknar álögur á landbúnað. Það má ganga svo langt að halda því fram að rekin hafi verið herferð með yfirskriftinni Bændur borga. Á sama tíma og framlög samkvæmt búvörusamningum dragast saman að raunvirði hafa í vetur verið boðaðar auknar álögur á íslenskan landbúnað sem samanlagt ná hið minnsta 1.000 milljónum króna á ársgrundvelli. Telur þar einna mest auknar álögur með boðuðum breytingum á gjaldskrá MAST sem metnar voru hið minnsta á 500 milljónir á ársgrundvelli. Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði fóru sameiginlega fram á það við matvælaráðherra að draga málið til baka auk þess sem samtökin mótmæltu þessum breytingum harðlega á sameiginlegum fundi með atvinnuveganefnd Alþingis. Það er með öllu óásættanlegt að eftirlitsstofnanir í meira mæli fjármagni sig með því að auka hlut hliðartekna sem koma beint úr vasa bænda og matvælaframleiðenda sem sæta þurfa eftirlitinu til að geta haldið úti sinni starfsemi og er ætlað að byggja undir stoðir fæðuöryggis. Bændasamtökin draga vagninn Úrgangsmálin eru annað viðfangsefni þar sem stjórnvöld virðast ætla að leggja það í hendur sveitarfélaga að ákvarða gjaldtöku á landbúnaðinn án nokkurrar kröfu um skynsamlegar lausnir. Telja þessar álögur á landbúnaðinn í hundruðum milljóna á ársgrundvelli. Bændasamtökin sendu í apríl sl. erindi til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, matvælaráðuneytisins, MAST, innviðaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem samtökin komu því áliti sínu á framfæri að slík gjaldtaka væri úr hófi og óframkvæmanleg auk þess sem núverandi gjaldtaka væri að öllum líkindum framkvæmd án lagaheimilda. Þá samþykkti Alþingi í desember sl. hækkun á úrvinnslugjaldi rúlluplasts sem leggst beint á smásöluverð og var sú hækkun metin á 100–120 milljóna króna á ársgrundvelli. Bændasamtökin mótmæltu þessari hækkun og þrátt fyrir að Alþingi tæki undir sjónarmið samtakanna var hækkunin látin standa. Er þetta miður enda hafa allar slíkar hækkanir áhrif þar sem landbúnaðurinn er ein keðja og auknar álögur af hálfu ríkisins á einhvern aðila í keðjunni bitna beint og óbeint á allri virðiskeðju landbúnaðarins, sem nær frá bónda að borði. Heimavinna ráðherra Eins og alkunna er hafa aðföng eins og heyrúlluplast hækkað umtalsvert í verði eins og flest annað, fyrst vegna Covid og síðan innrásar Rússa í Úkraínu. Í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um fyrrnefnda hækkun á úrvinnslugjaldi rúlluplasts, var á það minnst að hækkun þessi væri umtalsverð og að hún gæti orðið bændum íþyngjandi enda væri óvíst hvernig verðþróun á þessari mikilvægu rekstrarvöru myndi þróast á næstu mánuðum. Þá var því einnig beint til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að koma til móts við bændur vegna þessara hækkana en engin áform virðast vera um slíkar mótvægisaðgerðir. Því verður að spyrja sig hvenær ráðherra ætli að skila af sér heimavinnunni sem Alþingi setti honum fyrir í byrjun desember sl. Bændasamtökin hafa í þessu samhengi bent á mótvægisaðgerðir sem hægt er að ráðast í þegar í stað en þær fela í sér að úrvinnslugjald á endurunnu heyrúlluplasti verði að fullu fellt niður með það fyrir augum að gera það samkeppnishæfara í verði gagnvart heyrúlluplasti sem framleitt er úr frumefnum. Með því mætti auka hlutdeild endurunnins heyrúlluplasts í íslenskum landbúnaði en gera má ráð fyrir að lækka mætti kolefnisspor við notkun á heyrúlluplasti á Íslandi umtalsvert ef eingöngu yrði notað endurunnið heyrúlluplast. Niðurstaða greiningar sem fyrirtækið ecoAgro lét Landbúnaðarháskólann (LbhÍ) vinna eru sannarlega jákvæðar og veita frekari vissu um að 100% endurunnið heyrúlluplast henti vel við íslenskar aðstæður. Samhliða telja Bændasamtökin að það sé eðlilegt að ráðast í söfnunarátak á heyrúlluplasti þannig að allt plast skili sér til endurvinnslu en slíkt átak þarfnast samvinnu bænda, sveitarfélaga, úrvinnsluaðila og stjórnsýslunnar. Hífa, slaka, gera eitthvað! Þegar trollið er komið í skrúfuna, stíf norðanátt og Hornbjarg skammt undan má búast við því að heyra óreyndan skipstjóra fara með þessa rullu yfir áhöfninni Hífa, slaka, gera eitthvað! Sama staða virðist vera uppi hjá sveitarfélögunum í úrgangsmálum sem tengjast landbúnaði. Sum vilja hífa, önnur vilja slaka og restin vill bara gera eitthvað og á meðan hefur skipið rekið að landi. Þannig hafa sveitarfélögin í auknum mæli óskað eftir liðsinni Bændasamtakanna til þess að finna lausnir á förgun dýrahræja og nokkur þeirra hafa jafnvel tilkynnt samtökunum formlega um lokun urðunarstaða og hvatt Bændasamtökin til þess að finna til nýja staði! Samtökunum er ekkert óviðkomandi og við tökum vel á móti verkefnum sem ætlað er að efla og styrkja stöðu íslensks landbúnaðar, en á sama tíma eru samtökin þó fullkomlega meðvituð um að lögboðin verkefni sveitarfélaga verða ekki svo auðveldlega yfirfærð á sextán manna starfslið skrifstofu samtakanna. Staða þessa málaflokks er með öllu óásættanleg, bæði með tilliti til þeirra aðferða sem notaðar eru við eyðingu meirihluta úrgangsins og með tilliti til kostnaðar. Þannig fer líklega meirihluti þessa úrgangs Fulla ferð áfram og ekkert stopp! Vigdís Häsler. Hækkun á úrvinnslugjaldi rúlluplasts er metin á 100–120 milljónir króna á ársgrundvelli. Mynd / H.Kr. Þau hafa verið fjölbreytt verkefnin sem Bændasamtökin hafa látið sig varða síðasta árið og koma frá Alþingi eða hinum ýmsu stofnunum stjórnsýslunnar. Auknar kröfur, aukið flækjustig og hin ýmsu háleitu markmið stjórnvalda hafa verið áberandi viðfangsefni í þessari vinnu. Minna hefur hins vegar verið um einföldun regluverks, raunverulegar aðgerðir og greiningu á starfsskilyrðum og stöðu íslensks landbúnaðar á óvissutímum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.