Bændablaðið - 07.09.2023, Qupperneq 4

Bændablaðið - 07.09.2023, Qupperneq 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 FRÉTTIR FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is * Tilboðið gildir september 2023 eða á meðan birgðir endast. 42.390 kr. m/vsk.51.070 kr. m/vsk. 56.950 kr. m/vsk. TILBOÐ MÁNAÐARINS* -20% + 2 POKAR AF STALDREN FYLGJA FRÍTT MEÐ SAGKÖGGLAR (500 kg.) BRETTI AF SAGI (21 stk.) BRETTI AF SPÆNI (21 stk.) Seglbúðir byrja ekki aftur Forsvarsmenn handverk s slátur -- hússins að Seglbúðum í Landbroti munu ekki hefja slátrun og vinnslu kjöts í haust, þrátt fyrir að hætt hafi verið við gjaldskrárhækkun Matvælastofnunar (MAST). Fyrirhuguð verðhækkun á þjónustu dýralækna var blásin af of seint, eins og greint var frá á forsíðu síðasta tölublaðs Bændablaðsin. Þá höfðu forsvarsmenn slátur- hússins í Seglbúðum gefið út yfirlýsingu þess efnis að ekkert yrði af slátrun og kjötvinnslu hjá þeim í haust vegna fyrirhugaðra verðhækkana á dýralæknaþjónustu MAST. Í samtali við Bændablaðið á þeim tíma sagði Þórunn allar forsendur þurfa að breytast til að starfsemin yrði tekin upp að nýju. Matvælaráðuneytið féll frá áðurnefndum hækkunum skömmu eftir útgáfu síðasta tölublaðs Bændablaðsins, en Þórunn segir það engu breyta, enda kom ákvörðunin of seint. Allir bændur sem þau hafa þjónustað þurftu að senda sláturhúsunum áætlun um fjölda sláturlamba fyrir miðjan ágúst. Þórunn segir þetta lélega stjórnsýslu, en hún vill ekki skrifa þetta alfarið á MAST, heldur sé ákvörðunin frá ráðuneytinu. Þórunn segir matvælaráðuneytið ekki hafa svarað umsögn sem þau sendu inn, eða verið í neinu sambandi út af þessu máli. Vantar farveg fyrir sorpið Aðspurð segir Þórunn mögulegt að þau taki upp þráðinn næsta haust, enda er húsnæðið til staðar og þau eru með öll leyfi. Þau þurfi hins vegar að fá svör við fjölmörgum spurningum um förgun á sláturúrgangi, þar sem ekki má urða lífrænan úrgang lengur. „Okkur hafa ekki verið kynntar neinar leiðir í þeim málum.“ Enginn sjáanleg lausn Hingað til hafi þau borgað fyrir flutning á sorpinu tíu kílómetra að Stjórnarsandi, þar sem sveitarfélagið sá um förgun. Nú sé enginn sjáanlegur farvegur fyrir almennan sláturúrgang, nema kjötmjölsverksmiðjan í Heiðar- gerði í Flóahreppi. Þangað eru 200 kílómetrar og er flutningurinn dýr, þar sem gæta þarf sérstakrar varúðar með úrgang af þessu tagi. Þórunn kallar eftir farvegi fyrir lífrænan úrgang heima í héraði. Þórunn segir leiðinlegt að sjá eftir þessum rekstri fara svona. „Þetta var þjónusta sem fólk var almennt ánægt með, en við getum ekki endalaust borgað með þessu.“ /ÁL Handverkssláturhúsið að Seglbúðum. Þar verður engin starfsemi í haust. Mynd / smh Alþingi: Nýtt frumvarp um samstarf kjötafurðastöðva Stjórnvöld vilja heimila kjöt- afurðastöðvum í meir ihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti til að styrkja stöðu þeirra. Alþingi mun í vetur væntanlega taka fyrir tillögu til breytingar á búvörulögum nr. 99/1993 í því skyni að styrkja stöðu og samtakamátt frumframleiðenda búvöru og ýta undir samvinnu, endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun, kjötvinnslu og markaðs- setningu. Frumvarpsdrög eru í samráðsgátt stjórnvalda til 11. september. Samstarf um afmarkaða þætti Samkvæmt greinargerð er gert ráð fyrir að heimila fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkist í nágrannalöndum. Einkum verði horft til reglna ESB og Noregs á þessu sviði og tryggt að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og starfsemi en tíðkist í nágrannalöndunum. „Við höfum hvatt til þess að afurðageirinn fái möguleika til hagræðingar eins og gengur í öllum öðrum löndum sem við berum okkur saman við og ekki síður til að standast samkeppni við innfluttar vörur,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hægt að hagræða Aðspurður hvort slík lagabreyting komi raunverulega að gagni svarar hann: „Ég tel að hagræðing í greininni sé mikil þar sem við erum með mjög smáar einingar sem mikið fjármagn er bundið í en skila litlum sem engum arði. Og okkar sýn hefur verið að með þessu sé hægt að hagræða – sem nýtist bændum og neytendum.“ Fróðlegt verði að sjá í hverju „samstarf um afmarkaða þætti“ felst þegar frumvarpið sjálft líti dagsins ljós Frumvarp af þessum toga var einnig í pípunum í fyrrahaust en fallið frá því vegna efnislegra ágalla þegar gerðar voru alvarlegar athugasemdir við það í samráðsgátt. Samkeppniseftirlitið taldi undanþágu sem lögð var til í frumvarpsdrögunum mögulega fara gegn ákvæðum EES samningsins. Auk þess gengi sú undanþága mun lengra en viðgengist í nágrannalöndum og hætta væri á að hagsmunir kjötafurðastöðva færu ekki saman við hagsmuni bænda. Frumvarpsdrögin fóru því í endurvinnslu. /sá Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Mynd / HKr. Upprunamerkingar: Íslenskt ekki enn staðfest Bændasamtök Íslands hafa sent áskoranir á afurðastöðvar til að hvetja þau til að taka upp Íslenskt staðfest staðalinn. Engin afurðastöð hefur enn tekið merkið upp og hefur engin þeirra sem fengu fyrirspurnir frá Bændablaðinu hafið markvissa vinnu við upptöku merkisins. Samkvæmt svörum frá Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmda- stjóra Kjarnafæðis Norðlenska hf., ríkir jákvætt viðhorf innan þess fyrirtækis og er líklegt að vörur þess beri merkið í framtíðinni. Hann segist ekki sjá neinar stórar hindranir sem komi í veg fyrir upptöku merkisins, enda ekki flókið í eðli sínu og ljóst að flestar framleiðsluvörur fyrirtækisins uppfylli kröfur þess Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um hvenær vinna við upptöku merkisins gæti hafist, en hún fælist meðal annars í umbúðahönnun. Mikill kostnaður Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir mikilvægt að neytendur viti hvort þeir séu að kaupa innlent eða innflutt kjöt. Íslenskt staðfest merkið getið verið gagnlegt séu umbúðamerkingar ekki skýrar. Ekki hafi verið tekin ákvörðun hjá SS hvort merkið verði tekið upp og því ekki hafin vinna að undirbúningi. Steinþór segir helstu ástæðurnar fyrir því að upptaka merkisins sé ekki komin í farveg meðal annars þær að árlegur kostnaður við að nota merkið sé á bilinu 15–20 milljónir króna. Þar að auki felist mikill kostnaður í umbúðabreytingum. Samkvæmt honum er SS mjög sterkt vörumerki og ítarlega merkt hver uppruni afurðanna sé. Því sé ekki augljós ávinningur af því að færa fjármuni í Íslenskt staðfest úr öðrum markaðsmálum, þó það sé í skoðun. Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðar- kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag- firðinga, svaraði ekki fyrirspurnum Bændablaðsins, nema með því að verið væri að skoða þessi mál innan fyrirtækisins og ekki lægi fyrir hvort tekinn yrði upp Íslenskt staðfest staðallinn. Á að gera neytendum auðvelt fyrir Íslenskt staðfest er merki sem á að gera neytendum auðvelt fyrir að velja íslenskar vörur. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Ice- landic Lamb árið 2021, kjósa ríflega 80 prósent neytenda íslenskar vörur í verslunum, sé þess kostur. Jafnframt segjast 70 prósent neyt- enda óánægðir með að erlendar kjötafurðir séu seldar undir íslenskum vörumerkjum. Á Norðurlöndunum hafa verið tekin upp samsvarandi merki, eins og Nyt Norge og Från Svergie, og hefur það sýnt sig að notkun þeirra eykur sölu. Til að mega bera merkið Íslenskt staðfest þarf vara að uppfylla eftir- farandi skilyrði: Varan er unnin og pökkuð á Íslandi; minnst 75 prósent innihalds í samsettum vörum þarf að vera íslenskt; og að lokum skal kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk vera 100 prósent íslenskt. Óháð vottunarstofa fylgist með hvort vörur uppfylli kröfur merkisins. /ÁL Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Mynd / HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.