Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 Réttir hófust nýverið og fyrir utan alla þá félagslegu velmegun sem þeim fylgja, fylgdu og fylgja enn tilheyrandi dansiböll – jafnvel lengur en elstu menn muna. Hér áður fyrr var réttarlokum fagnað með skralli í réttunum sjálfum, ungir jafnt sem gamlir staupuðu sig gjarnan, gripið var í nikkuna og slegið upp í dans. Setti fólk þá ekki fyrir sig þó misjafnt útlitið væri á sumum. Segir í dagblaðinu Tímanum, í september 1972, að „Rjóðar i kinnum og með blik i augum svifu ungmeyjarnar um i dansi eftir hljóðfalli nikkunnar og jarmi kindanna, en karlarnir staupuðu sig ataðir skit og ull í bak og fyrir.“ Kemur fram að töluvert hafi liðið frá því að síðast hefði verið haldinn dansleikur í Landsmannarétt – í dag heil 76 ár, en samkomuhús Landsveitar, Brúarlundur, hafi þá tekið við. Var ævinlega fjölmennt á dansleiki Landsveitar og þeir sem vettlingi gátu valdið létu ekki sitt eftir liggja. Úr minningabroti íslenskrar konu fæddri árið 1894, varðveittu í hinu menningarsögulega gagnasafni Sarpinum, Þjóðminjasafni Íslands, kynnumst við upplifun hennar af Landsréttunum sem voru einar þær stærstu um árabil. „Það var allrar sveitarinnar skemmtun að fara í Landmannaréttir og hestarnir voru ekki sparaðir við það tækifæri. Sungið var og dansað alla nóttina. Það var stórkostlegt að sjá safnið koma, mörg hundruð þúsund fjár rekið niður um mjóa skoru. Það var eins og foss sem breiddi úr sér þegar það kom niður á réttanesið. Um morguninn var dregið í dilkana sem kallað var en fólkið sem kom einungis til að skemmta sér fór heim um kl.7. Ýmist í ökkla eða eyra Minningar er standa að réttum og réttaböllum eru í hvívetna jákvæðar að mestu yfir áratugina enda á árum áður tilefni til að lyfta sér upp, sýna sig og sjá aðra. Lítið hefur frést af óspektum á þessum viðburðum en þó var tiltekið í Dagbók lögreglunnar frá 18. september árið 2005 að: „Einn gisti fangageymslu lögreglu á Blönduósi aðfaranótt sunnudags, en sá hafði að sögn lögreglu verið með leiðindi á réttaballi einn manna. Maðurinn var með óspektir og drykkjulæti. Allir aðrir munu hafa skemmt sér vel.“ Segja má frá skemmtilegri uppákomum, tíu árum síðar á réttarballi Árnesinga þegar Gestur Einarsson nokkur frá Hæli bað kærustunnar sinnar, hennar Rakel Þórarinsdóttur. Kallaði hann hana með sér upp á svið þar sem þau játuðust, en var leikurinn svo endurtekinn daginn eftir. Þá kastaði Gestur sér á hnén fyrir framan sína heittelskuðu í Tungnaréttum og bað hennar aftur, mögulega til að vera nú alveg viss um að hafa fengið já. Sögur fara annars ekki af öðru en að þau séu því harðgift í dag. Næstu böll á dagskrá Nú síðari ár hefur lítið dregið úr skemmtanagleðinni og rómansinum er umlykur réttirnar enda fylla auglýsingar réttarballa hvern krók og kima um þessar mundir. Oftast eru samkomuhús sveitarfélaganna fyllt í stað réttanna sjálfra áður, þó einhverjir hefji þó gleðina þar. Því er ekki að undra að einhverja sé farið að kitla í dansbeinið og rétt að taka það fram – eins og staðan er núna eru nokkur böll í loftinu. Réttarball í Ásbyrgi Til dæmis er fyrirhugað réttarball í Ásbyrgi þann 9. september frá klukkan ellefu fram á rauða nótt. Eða til klukkan 03 nánar tiltekið. Í tilkynningu frá Ungmennafélaginu Gretti kemur fram: „Í ár ætlar hljómsveitin Krummafótur að spila fram á nótt. Krummafót þarf vart að kynna en gott að minnast á eitt og annað. Einn þeirra er heimamaður (Gummi okkar allra) en restinni er safnað saman víðs vegar af landinu. Já, þetta verður æði og mikið stuð! Ekki láta þig vanta eins og maður segir svo oft. Má ætla að dansinn duni sem aldrei fyrr og aðgangseyrinn skal borga við dyrnar, krónur 4.500. Rétt er að taka fram að aldurstakmarkið er átján ár, þá ungmenni fædd árið 2005. Réttarball Uppsveita Reiðhöllin á Flúðum stendur fyrir réttarballi Uppsveita þetta sama kvöld, 9. september, og leikur hljómsveitin Allt í einu fyrir dansi. Sérstakur gestur verður söngkonan Fríða Hansen og mikið stuð í kortunum. Forsala miða er á Sæsabar, kr. 4.500, en miðaverð við hurð er annars þúsund krónum dýrari, eða 5.500 kr. Stendur gleðin á milli klukkan 23-02 og gildir fæðingarárið 2005 sem viðmið þeirra sem hana vilja sækja. Tekið er fram að ekki sé í boði að koma með áfengar veigar að heiman enda bar á staðnum auk þess sem Pizzavagninn verði á svæðinu. Réttarball Fljótamanna Nú, nú, viku síðar, svona fyrir dansþyrsta – laugardagskvöldið 16. september verður hið margrómaða réttarball Fljótamanna haldið í félagsheimilinu Ketilási. Aldurstakmark er, eins og áður, átján ára, þeir heppnu sem fæddir eru árið 2005 og fyrr. Frá Fljótamönnum kemur tilkynningin: „Danssveit Dósa mun halda uppi fjörinu frá 23:00- 03:00! Það er ekki seinna vænna að fara að rifja upp danstaktana. Það má enginn láta sig vanta í þessa veislu! ATH. Góð tilboð á barnum! Aðgangseyririnn í þetta skiptið er 4.000 kr. Og miðar seldir við hurð. Það er því ekki seinna vænna en að bregða undir sig betri fætinum og skunda á réttarball, jafnvel með pelann í vasanum, rós í hnappagatinu og roða í kinnum. /SP Nú er sá tími árs að áhugaleikhúsin vakna til lífsins og hafa þó nokkur fest sér bæði leikstjóra og val á leikverki. Við höfum fengið að heyra frá nokkrum þeirra sem hafa fest sér bæði leikrit og áætlaðan sýningartíma ... svona innan skekkjumarka. Í október ... hefur Leikfélag Hveragerðis séð fyrir sér að setja upp hinn margfræga hryllings- og skemmtisöngleik Litlu hryllingsbúðina, sem engir mega láta framhjá sér fara. Ísfirska leikfélagið Litli leikklúbburinn áætlar uppsetningu á Fiðlaranum á þakinu með tónlistinni sem allir þekkja ... „Ef ég væri ríkur“... Þá mun Leikfélag Austur-Eyfellinga hressa áhorfendur upp úr skónum með gamanleiknum sívinsæla Maður í mislitum sokkum á meðan Leikfélag Vestmannaeyja er öllu klassískari og tekur sígilda barnaleikritið um hann Gosa litla spýtustrák upp á sína arma. Leikdeild UMF Biskupstungna setur upp þá uppátækjasömu grallara, Rúa og Stúa í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og svo hefur heyrst orðrómur af Leikfélaginu Laugu, að þaðan komi mögulega uppsetning á verki sem þekkt er undir erlenda nafninu Amber for Anna. Í nóvember ... mun Freyvangsleikhúsið í Eyjafirðinum bjóða upp á nýtt frumsamið jólaleikrit um krúttið hann Bangsímon og Hugleikur Reykjavíkurborgar setur upp verkið Jólaævintýri sem mikið verður beðið eftir. Að lokum hefur lítill fugl svo hvíslað því að okkur að Leikfélag Kópavogs sé með ýmislegt á prjónunum og einnig að eitthvert ofangreindra leikfélaga eigi stórafmæli á árinu! Á döfinni ... MENNING Rjóðar í kinnum á réttarballi Rangárþing ytra: Fyrsta úthlutun úr Menningarsjóði Menningarsjóður Rangársþings ytra var stofnaður nú fyrr á árinu, en markmið hans er að styrkja og efla menningarstarf sveitarfélagsins. Er styrkjum úthlutað tvisvar yfir árið, í júní svo og í nóvember. Eru ekki veittir styrkir til rekstrar, stofnana eða endurbóta heldur einstakra verkefna og er upphæð ákvörðunar áætluð með tilliti til fjárhagsáætlunar hvers árs. Um helgina nú 11.–13. ágúst síðastliðinn héldu Rangæingar sína árlegu bæjarhátíð, Töðugjöldin, og við það tilefni fór í fyrsta skipti fram úthlutun úr menningarsjóðnum. Var það Leikfélag Rangæinga sem fengu alls 250 þúsund krónur og má nærri geta að sú upphæð gagnist þeim vel, enda á pallborðinu að setja upp leikrit nú í vetur. Bændablaðið óskar þeim hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna. /SP Jón Sigurðsson og Margrét Einarsdóttir, formaður Leikfélags Rangæinga, taka hér við úthlutun Menningarsjóðs Rangárþings ytra. Mynd / Aðsend. Mikið var um að vera í Landmannaréttum haustið 1989, en á neðri myndinni má sjá Þórð Guðnason, bónda í Köldukinn, að verki. Auglýsing um dansleikinn í Bíósal Hveragerðis var birt í dagblaðinu Vísi fyrir réttum 77 árum og vænta má að þar hafi verið glaumur og gaman. Myndir / Timarit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.