Bændablaðið - 07.09.2023, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023
Við rekur á allar fjörur landsins en
mestan reka er að finna á norðan-
verðu Langanesi, Ströndum og
Skagatá. Reki var einnig algengur
við Suðurströndina á árum áður.
Gamlan við er enn að reka í
íslenskar fjörur en nýrri viður hefur
minnkað. Þróun í skógariðnaði
veldur því að minna fer forgörðum
af viði sem fleytt er niður ár.
Loftslagsbreytingar hafa þó mest
áhrif. Reikna má með að vegna
rýrnunar hafíss sökkvi viðurinn
sem losnar áður en hann nær
Íslandsströndum, einnig sá viður sem
rofnar í auknum mæli úr árbökkum
við vorflóð vegna þiðnunar sífrera.
Þetta er flókið samspil.
Viðurinn kemur einkum frá
Rússlandi og Síberíu og hefur
gegnum tíðina verið notaður til allra
handa bygginga, eldiviðar og á síðari
tímum einnig í girðingarstaura,
alls kyns timburverk utandyra og
innan, ekki síst vegna náttúrulegrar
fúavarnar seltunnar í viðnum,
í húsgögn, búsáhöld, listaverk/
handverk og í kurl.
Vinnsla ekki einfalt mál
Í skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar
frá árinu 1999 um nýtingu rekaviðar
og markaðssetningu afurða frá
rekaviðarvinnslu segir í niðurstöðum
að verð á innfluttu timbri sé mjög
lágt og söfnun og vinnsla rekans þoli
mjög lítinn tilkostnað. Mikið efni
gangi úr við vinnsluna. Því sé öll
úrvinnsla best komin sem næst þeim
stöðum þar sem mest reki.
Á markaðnum séu ný og
fullkomin tæki til vinnslu rekans,
þá tækni hafi rekabændur nýtt
sér. Nýting reka sé víða mjög góð
búbót sem rétt sé að styðja við eftir
föngum.
Ætla má að sitji að mestu við
það sama rúmum tveimur áratugum
síðar. Sagt er í skýrslunni að bændur
hafi nýtt þjónustu færanlegrar
sögunarþjónustu. Safni þeir þá
timbri sínu saman á ákveðna
staði þar sem það er sagað í þær
stærðir sem timbureigandinn vill
og rekinn gefur tilefni til. Þetta var
t.d. gert í Árneshreppi. Flutningur á
sögunarvélum geti hins vegar verið
kostnaðarsamur og því mikilvægt
að viðkomustaðir séu sem fæstir
og sem mest magn rekaviðar á
hverjum stað. Mest hafi verið sagað
í Strandasýslu og á Langanesi.
Jafnframt kemur fram að nær
allur eldri reki hafi verið nýttur á
stórum svæðum og óðum styttist
í að þar verði einungis um nýjan
reka að ræða. Gera megi ráð fyrir að
rekaviður skemmist um 10% á ári
við að liggja óhreyfður í hirðuleysi
á rekanum. Þannig sé tíu ára gamall
viður og eldri vart nýtanlegur.
Þetta ráðist þó af mörgum
þáttum. Áætla megi að þegar búið
sé að fara á fjöruna og vinsa út
það sem vinnsluhæft er sé ekki
nema 40% af rekanum nýtanleg
markaðsvara. Mest sé um furu,
greni og lerki, en birki og hvers
konar harðviður fáséð. Helsti vandi
við spýturnar sé grjót og sandur sem
gengið hefur inn í viðinn, þá séu
sumar snúnar og stórkvistóttar og
sver tré yfirleitt rifin í miðjunni.
Gæði og ástand viðarins komi
hins vegar oft ekki í ljós fyrr en farið
sé að saga hann. Fallegar spýtur,
ekki síst sverar, séu oft svo rifnar
í miðjunni að ekki er hægt að nýta
nema hluta bolsins og einnig geti
spýta verið svo fúin í merginn eða
svo full af sandi að hún sé vart
nýtanleg til sögunar.
Þó megi halda því fram
að besta efnið í rekanum sé
fyllilega sambærilegt eða betra
en sá skógarviður sem helst er á
markaðnum.
Sá rekaviður sé hins vegar aðeins
lítill hluti þess sem rekur.
Áætlað er að allt að helmingur
þess sem rekið hefur á fjöru liggi
eftir þegar búið er að hirða það sem
telst nýtanlegt, svo sem mor og
ónýtur bolviður.
Þetta efni hefur þó verið notað til
eldiviðar og í seinni tíð til upphitunar
húsa. Nýting rekaviðarúrgangs geti
því verið hagstæð ef fólk noti hann
til kyndingar heima hjá sér, auk
þess sem æskilegt sé að fjarlægja
hann af umhverfisástæðum, segir í
skýrslunni.
Flyst með sjávarstraumum
og hafís
Dr. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur
hjá Skógrækt ríkisins, segir að
síðustu þrjá áratugi um það bil
hafi mun minni reki borist að
Íslandsströndum miðað við áratugina
þar á undan.
„Á síðustu öld var mest um reka
frá sirka 1950 til 1980,“ segir Ólafur.
„Rekinn hefur minnkað, aðallega
vegna þess að skógariðnaðurinn
LÍF&STARF
Áætlaður flottími
rekaviðar
Viður hefur takmarkaða flotgetu.
Fyrr eða síðar verður hann vatns-
mettaður og sekkur.
Viðartegund Hámarkstími
Picea/greni 17 mánuðir
Pinus/fura 10 mánuðir
Larix/lerki 10 mánuðir
Betula/birki 6 mánuðir
Populus/ösp 10 mánuðir
Salix/víðir 10 mánuðir
√ Allan rekavið á að hirða.
√ Úr besta viðnum á að framleiða
timbur til bygginga og smíða.
√ Lakari viðinn á að nota í
girðingarstaura.
√ Allan úrgangsvið og úrgang frá
timburvinnslu á að nota til kyndingar.
√ Koma þarf á skipulögðu markaðs-
kerfi á afurðum frá rekaviðarvinnslu.
Heimilidir: Viðarreki á Ströndum og nýting
hans, e. Brynjólf Sæmundsson, búnaðar-
ráðunaut á Hólmavík, birt í Flóanum, 1993.
Gengið niður í stóra og ríkulega rekafjöru á jörðinni Dröngum á Ströndum. Rekaviður er mestur þar um slóðir, á Skagatá og norðanverðu Langnesi. Mynd / Ólafur Eggertsson
Rekaviður:
Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur
– Tæknivæddur skógariðnaður og rýrnun hafíss orsakavaldar
STÁLGRINDARHÚS
STÖÐLUÐ
Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m²
Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast
mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu-
og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá
byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum.
Hafðu samband: bondi@byko.is