Bændablaðið - 07.09.2023, Side 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023
Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogi | S. 544 4656 | mhg.is
VETRARBÚNAÐUR
Salt- og sanddreifarar.
Amerísk gæðatæki sem endast.
Komið hefur fram hjá forsvars-
mönnum orkumála hérlendis að
virkjun á Vestfjörðum er ekki ætluð
Vestfirðingum einum og sér heldur
fari hún inn á dreifikerfi landsins.
Til viðbótar sé heldur ekkert til í
því að landsfjórðungar þurfi að vera
sjálfbærir um orku. Orkuöryggi
byggist á dreifikerfi raforku. Þetta
kemur t.d. skýrt fram í aðsendri
grein orkumálastjóra, Höllu Hrundar
Logadóttur, í vor þar sem hún hvetur
til þess að forgangsraða heimilum og
smáum fyrirtækjum í landinu þegar
kemur að orkunotkun; forgangsröðunin
„grunnskyldur við þegna landsins“.
Forgangsröðun er afar mikilvæg
og að allt sem að því lýtur fari inn í
rammaáætlun en sé ekki einungis
ákvörðun ráðherra.
Málið er hins vegar það, segir Elva,
að fólk hefur verið matað á villandi
upplýsingum varðandi orkuöryggi
á Vestfjörðum og því skiljanlegt að
einhverjir séu uggandi um þau mál.
Áform um virkjun í friðlandinu í
Vatnsfirði sé matreidd þannig að
þeir sem á hlýða telja enga framtíð á
Vestfjörðum án slíkra inngripa í friðað
land. Sem að sjálfsögðu er ekki rétt.
„Það þarf að gera dreifikerfið
betra þannig að sú orka sem fyrir er
sé betur nýtanleg, þá með tilliti til
forgangsröðunar heimila og lítilla
fyrirtækja í landinu. Þetta kemur inn á
þriðja orkupakka Evrópusambandsins
sem tekinn var fyrir á Alþingi árið 2019
og er svohljóðandi:
„Stjórnvöldum ber að skilja á
milli raforkumarkaðs, stórnotenda
sem keppa á frjálsum markaði og
gera leynilega langtímasamninga við
raforkuframleiðendur annars vegar
og almenna notendur, þá heimili og
smærri fyrirtæki hins vegar. Semsagt
í samræmi við innleiðingu þriðja
orkupakka Evrópusambandsins í
íslenska löggjöf, þá ber stjórnvöldum
að skilgreina hver njóti svokallaðrar
alþjónustu á innlendum orkumarkaði.“
„Með þetta í huga ætti að vera hægt
að leggja skyldur á opinbera aðila á
borð við Orkustofnun er kemur að því
að tryggja raforkuöryggi með íhlutun.
Heimilum og litlum fyrirtækjum
verður að forgangsraða, segir Elva
með þunga.
„Við þurfum að vanda okkur. Passa
upp á þá náttúruauðlind sem við eigum
og hlúa að. Við eigum, eins og áður
sagði, stærsta hluta Evrópu er kemur
að ósnertu víðerni. Ég er ekki viss
um að fólk geri sér grein fyrir því eða
hversu mikil ábyrgð er í því fólgin og
í raun og veru krafa um að hvert og
eitt okkar leggi því lið til framtíðar og
kannist við jarðsambönd sín.“
...virkjun á Vest-
fjörðum er ekki
ætluð Vestfirðingum
einum og sér heldur fer
hún inn á dreifikerfi
landsins, ekkert er til í
því að landsfjórðungar
þurfi að vera sjálfbærir
um orku...“
Fossaraðir í Heimari Útnorðursá.
Hér mætast Útnorðursá og Vatnsdalsá.
REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is
Lyftu á
gæðum