Bændablaðið - 07.09.2023, Síða 45

Bændablaðið - 07.09.2023, Síða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is AKURShús - timbureiningahús íslensk hönnun & framleiðsla Afhent uppsett á byggingarstað eða í einingum – Við allra hæfi – „ Kynntu þér húsabæklinginn okkar á akur.is og fáðu verðáætlun í húsið þitt Margar gerðir og stærðir „Þórunn er reyndar ættuð héðan af Skarðsströnd, en okkur bauðst kaup á þessu landi árið 1997,“ segir Haraldur. Hvítlaukurinn stækkar í samræmi við lífrænan massa „Við vorum bara með gamalt tún hér sem alltaf var borinn tilbúinn áburður á. En á síðustu þremur árum hefur ekkert verið borið á, nema við byrjuðum á síðasta ári að setja moltu, hænsnaskít og þaramjöl í þessi fyrstu 24 beð sem við vorum með tilraunaræktunina núna í. Þetta er liður í því að ræktunin verði lífrænt vottuð. Á meðan við erum að undirbyggja ræktunina megum við nota þessi áburðarefni en ekki þegar kemur að því að fá sjálfa vottunina, nema að þau sé viðurkennd sem slík,“ segir Þórunn. Hún telur að það taki um tvö til þrjú ár að byggja upp lífrænan massa í jarðveginum og þau reikni með að Dalahvítlaukurinn stækki jafnt og þétt á hverju ári. Harður eða mjúkur háls Að sögn Haraldar skiptast hvítlauks- tegundirnar í tvo yfirflokka. Annars vegar „hardneck“ (harður háls) og hins vegar „softneck“ (mjúkur háls). Í hvorum flokki fyrir sig séu margar tegundir eða yrki af hvítlauk. Hann segir að „hálsinn" í nöfn- unum vísi til stilksins sem vex upp frá lauknum. „Harðhálsar“ séu með stilk sem stafar frá miðju lauksins og verður stífur við þroska. Laukar með „mjúka hálsa“ hafi lauf frekar en miðlægan stilk. Blöðin á „mjúkum hálsi“ haldast mjúk og sveigjanleg við þroska og eru þannig veikari fyrir sterkum vindi. Því sé talið að „harðhálsa“ hvítlaukur henti almennt betur fyrir norðlægar slóðir. „Eftir tilraunir okkar hefur komið í ljós að „harðhálsa“ gerðin hentar okkur betur og munum við leggja aðaláherslu á hana og vera með fjögur yrki af þeim, en einnig prófa tvö til þrjú yrki af „mjúkhálsa“ gerðinni,“ segir Haraldur. Gróðurhús til þurrkunar Þurrkunin fer fram í gróðurhúsi og reikna þau með að þurfa að bæta tveimur húsum við, en laukinn þarf að þurrka í þrjár til fjórar vikur. Þau segjast vera með viðskipta- samning í höndunum við stóran íslenskan smávörusala, sem sé búinn að tryggja sér nánast alla uppskeru næsta árs – en vilja að svo stöddu ekki gefa upp hver sá aðili er. „Við værum ekki í þessari stöðu ef við hefðum ekki fengið stuðning úr sjóðum sem við leituðum til; DalaAuði, Brothættum byggðum og Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Svona verkefni, þótt ekki séu mjög stór, hafa smitandi áhrif út frá sér í atvinnulífið og út í sveitirnar. Við ætlum líka að selja beint frá býli og til annarra aðila hér í kring,“ segir Haraldur. Eru hjónin sammála um að bakgrunnur þeirra beggja fari vel saman er kemur að ræktun hvítlauksins. Hvítlaukurinn þarf frjósaman jarðveg og þrífst illa í bleytu. Þá þolir hann ekki illgresi ...“

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.