Bændablaðið - 07.09.2023, Page 47

Bændablaðið - 07.09.2023, Page 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 Orðsins list kemur að þessu sinni frá Halldóri Kiljan Laxness. Halldór, f. 1902, d. 1998, er eitt okkar allra merkustu skálda og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955 fyrir að endurnýja íslenska skáldskaparlist. Hann skrifaði fjölda skáldsagna, sumar í nokkrum hlutum, leikrit, kvæði, smásagnasöfn og endurminningabækur og gaf auk þess út mörg greinasöfn og ritgerðir. Bækur hans hafa komið út á yfir fjörutíu tungumálum um víða veröld og útgáfurnar eru yfir 500 talsins. Skáldsagan Kristnihald undir Jökli kom fyrst út árið 1968 hjá Helgafelli. Hún gerist vestur undir Snæfellsjökli og geymir heillandi náttúrulýsingar þaðan. Hún er um göldrótt fólk og fulltrúa almættisins og meginstef Kiljans er að ekki sé allt sem sýnist. Sagan er fyndin, djúp, listræn og naskur tíðarandaspegill. Til gamans má geta þess að orðið „hnallþóra“ (stór og mjög skreytt terta) skapaðist í Kristnihaldinu. Í kaflanum Hnallþóruþáttur og hulduhrúts segir þegar umboðsmaður biskups verður á miðnætti sem lamaður frammi fyrir yfirgengilega hrokuðu veisluborði, honum einum ætlað, þar sem meðal annars má finna þrjár gildar stríðstertur (urðu móðins í stríðinu). Konan sem stendur fyrir veitingunum býður umboðsmanninum ítrekað að gjöra svo vel og segist vera kölluð Hnallþóra í sveitinni. /sá --- ... Séra Jón: ... Nema guð hefur þann kost að það má fá honum sæti hvar sem er; í hverju sem er. Umbi: Til að mynda í nagla? Séra Jón, orðrétt: Í skóla- kappræðum var stundum lögð fram sú spurníng hvort guði sé ekki ómáttugt að skapa svo þúngan stein að hann geti ekki tekið hann upp. Oft finst mér almættið vera einsog snjótitlíngur sem öll veður hafa snúist í gegn. Svona fugl er á þýngd við frímerki. Samt fýkur hann ekki þó hann standi útá berángri í fárviðri. Hafið þér nokkurntíma séð hauskúpu af snjótitlíngi? Hann beitir þessu veikbygða höfði mót veðrinu, með gogginn við jörð, leggur vængina fast uppað síðunum, en stélið vísar upp; og veðrið nær ekki taki á honum heldur klofnar. Jafnvel í verstu hrinunum bifast fuglinn ekki. Hann er staddur í logni. Það hreyfist ekki einusinni á honum fjöður. Umbi: Hvernig vitið þér að fuglinn sé almættið en ekki vindurinn? Séra Jón: Af því frostbylur er sterkasta afl á Íslandi en snjótitlíngur vesalastur af öllum hugdettum guðs. (bls. 112-113). ... Um snjótitlíng hef ég aungvu að bæta við það sem ég sagði um daginn við úngan mann sem var að leita að sannleikanum: ef til er almætti í himingeimnum, þá er það í snjótitlíngum. Hvað sem á dynur, snjótitlíngurinn lifir af; stórhríðarnar eru ekki fyr um götur geingnar en hann er orðinn sólskríkja. (bls. 230). Skógarbændur munu halda málþing að Hótel Varmalandi í Borgarfirði laugardaginn 14. október nk. Umfjöllunarefni þingsins eru matur úr skóginum og umhirða í skógum. Málþingið er haldið af Félögum skógarbænda og Búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ Málþing skógarbænda er angi af Degi landbúnaðarins - BÍ. Frekari upplýsingar eru á www.skogarbondi.is Í sams tarfi við Öll hjólin eru með beinni innspýtingu, rafmagnstýri, spili, dráttarkrók, handahlífum, sætisbaki, háu og lágu drifi með læsingu. Vökvabremsum, álfelgum og eru tveggja manna traktorsskráð. Nánari upplýsingar á www.nitro.is Vinnuþjarkar í leik og störf CFMOTO 1000 Nítró - Urðarhvarfi 4 - 557 4848 CFMOTO 520 Kr. 1.499.000,- Án vsk. Kr. 1.208.870,- Kr. 2.390.000,- Án vsk. Kr. 1.946.677,- Öll CST dekk með 20% afslætti út september. 20% AFSL ÁTTUR LANDBÚNAÐUR Í SKÁLDSKAP Um guð og snjótittlinginn Halldór Kiljan Laxness. Hann skrifaði í Kristnihaldi undir jökli: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni.“

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.