Bændablaðið - 07.09.2023, Page 48

Bændablaðið - 07.09.2023, Page 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 LÍF&STARF Önundarfjörður: Synt í klauffar Sæunnar Laugardaginn 26. ágúst sl. var mikið um dýrðir á Flateyri þegar hinn árlegi viðburður Sæunnarsund fór fram og fjórtán ofurhugar lögðust til sunds í Önundarfirði. Haustið 1987 stóðu bændur Í Breiðadal neðra í Önundarfirði, Halldór Mikkaelsson og Guðrún Hanna Óskarsdóttir, frammi fyrir því að fækka þurfti í fjósi, það var offramleiðsla á mjólkurvörum, smjörfjallið var hátt og nú áttu bændur að minnka framleiðslu og fækka kúm. Valið var þeim hjónum erfitt en ákveðið var að kúnni Hörpu skyldi fórnað. Harpa var ljómandi afurðagóð kýr, skapgóð en svolítið sérstök eins og átti svo sannarlega eftir að koma í ljós. Hver var Sæunn? Á þessum tíma var rekið slátur­ hús á Flateyri en landbúnaður var blómlegur á þessum árum á Vestfjörðum og þann 13. október var Hörpu stuggað í bíl sem flutti hana á Flateyri. Magnús frá Hóli, slátrarinn á Flateyri, er mikill öndvegispiltur en alls ekki að skapi Hörpu sem með miklum bægslagangi rauk af bílnum og var engu tauti við hana komið, sleit hún af sér öll bönd og tók á rás út á bryggju. Fyrir henni urðu fiskikör sem þeyttust í burtu sem eldspýtustokkar væru og að endingu flaug þessi um það bil 500 kg skrokkur sem fjöður yfir allt sem fyrir var og fram af bryggjunni í ískaldan októbersjóinn. Í forundran gláptu viðstaddir á skepnuna taka á rás út fjörðinn, reisti hún halann sem loftnet væri meðan hún tróð marvaða af ótrúlegri lagni. Í snatri var sjósettur björgunarbátur sem leiðbeindi henni þvert yfir fjörðinn frekar en að synda bara út sjóndeildarhringinn, út á opið Atlantshaf. Einhver hafði vit á því að hringja í bændur í Valþjófsdal og boða þeim sögulegan „kúreka“. Guðmundur Steinar og Sigríður á Kirkjubóli skunduðu niður í fjöru og tóku þar á móti Hörpu sem var í góðu ásigkomulagi, þó með örlitla sjóriðu. Dóri og Gunna í Breiðadal tóku líka á móti Hörpu í fjörunni handan fjarðar og höfðu varla við henni akandi. Ekki þótti annað sanngjarnt en að Harpa fengi að lifa eftir annað eins afrek og keyptu Kirkjubólshjón Hörpu svo ekki þyrfti að ferja hana aftur til baka, kaupverð hefur ekki verið gefið upp en upp frá því var hún nefnd Sæunn. Sæunn var leidd á bás í fjósinu á Kirkjubóli og undi þar hag sínum vel, mjólkaði ljómandi og á sjómannadaginn 1988 bar hún kvígu sem nefnd var Hafdís, ekki ólíklegt að hún hafi öðlast þennan gríðarlega lífsvilja vegna hennar. Spenar Hafdísar voru að sögn hins vegar lokaðir, af sumum talið vegna kuldaáfalls í móðurkviði og var því ekki sett á. Átti Sæunn aðeins nautkálfa eftir þetta sem ekki fengu að lifa og fjölga sér. Ættbogi þessarar merku skepnu lauk því hjá henni en hún var felld að nokkrum árum liðnum og heygð í fjörunni þar sem hún kom að landi og er þar Sæunnarhaugur. Sæunn þótti afar sérstök, með athugul augu og virtist fylgjast vel með umhverfi sínu, rólynd og þægileg skepna. Af Sæunni eru sagðar margar sögur og skrifaðar hafa verið fréttir á mörgum tungumálum, meira að segja hefur verið skrifuð um hana bók, færri vita að Sæunn átti bróður, tuddann Moðhaus, sem sömuleiðis átti að færa til slátrunar á Flateyri. Eins og systu leist honum ekkert á Magnús frá Hóli, sleit sig lausan á bryggjunni og stökk út í sjó en í stað þess að synda yfir fjörðinn eða til hafs eins og Sæunn beygði hann til vinstri og tók land við Kaldá, gerði sig þar heimakominn í fjósinu og hafði brotið þar allt og bramlað þegar að var komið. Honum var engin miskunn sýnd og voru dagar hans þar með taldir. Synt í klauffar Sæunnar Alla tíð síðan hefur saga Sæunnar lifað með Flateyringum og árið 2018 tók sig saman hópur sem ákvað Sundhetjur ársins 2023. Mynd / Niklas Siemens Agnieszka Narkiewicz-Czurylo kemur fyrst að landi og henni til aðstoðar eru Svanborg Gróa Hinriksdóttir og Hrönn Garðarsdóttir. Mynd / Bryndís Sigurðardóttir Sæunnarhaugur, á myndinni eru frá vinstri, Elísa Kristinsdóttir, Þuríður Hjartardóttir og Þóra Kristinsdóttir, sem allar syntu þetta árið. Mynd / BS Réttu dekkin draga fram bestu eiginleika bílsins og veita hámarks öryggi. Fáðu ráðleggingar fagmanna við val á réttum dekkjum. Nesdekk er í næsta nágrenni við þig! nesdekk.is / 561 4200 Fiskislóð 41 101 Reykjavík 561 4110 Tímabókun Skeifan 9 108 Reykjavík 590 2098 Tímabókun Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Tímabókun Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Tímabókun Austurvegur 54 800 Selfossi 590 2095 Tímabókun Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Tímabókun Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun Bókaðu tíma fyrir bílinn þinn og skoðaðu dekkjaúrvalið á nesdekk.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.