Bændablaðið - 07.09.2023, Qupperneq 62

Bændablaðið - 07.09.2023, Qupperneq 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er merkilega sparneytinn og fjölhæfur bíll með meiri veghæð en gengur og gerist í þessum stærðarflokki. Yaris Cross býr yfir þeirri sérstöðu að bjóða upp á fjórhjóladrif, sem er ekki sjálfsagt í flokki smájepplinga. Eins og margir bílar frá Toyota, þá fæst Yaris Cross sem tvinnbíll. Toyota hefur nýtt tvinnkerfið á sniðugan hátt, en afturhjólin eru hvergi tengd við bensínmótorinn, heldur eru þau knúin áfram af rafmagnsmótor. Hægt er að fá Yaris Cross ekki sem tvinnbíl, en þeir bílar eru einungis framhjóladrifnir. Ef augun eru pírð nógu mikið í rökkri er hægt að ruglast á þessum bíl og nýjasta Toyota Rav4. Yaris Cross samsvarar sér vel og er margfalt fríðari en stóri bróðir hans, Toyota Corolla Cross. Þegar Yaris Cross er lagt við hliðina á tuttugu ára gömlum Toyota Corolla hlaðbak, þá sést að bílarnir eru nánast jafnstórir. Sé lagt við hliðina á venjulegum Yaris af nýjustu gerð, er bersýnilegt að hér er um miklu stærra ökutæki að ræða. Nóg af hnöppum Þegar sest er um borð tekur á móti manni fríð innrétting. Hún er nær alfarið svört, en gylltar línur lyfta hlutunum aðeins upp. Bíllinn í þessum prufuakstri er af gerðinni Adventure, sem er ein af best búnu útfærslunum. Toyota er á margan hátt íhaldssamt fyrirtæki, en það sést í afstöðu þeirra til gamaldags hnappa. Hér er hljóðstyrk, miðstöð og fleiru stjórnað með auðfinnanlegum tökkum, ólíkt því sem er í mörgum nýjum bílum þar sem öllu er stjórnað í gegnum snertiskjá, sem getur verið óþarflega flókið. Blessunarlega hefur Toyota haldið í hnappana, því sjálfur margmiðlunarskjárinn er með afar gamaldags viðmóti. Hann gerir sitt, en hvað útlitið varðar er varla hægt að sjá mun á þessu margmiðlunarkerfi og því sem var í nýjum bílum fyrir áratug. Kostir þess eru þó að það er fljótvirkt og næmt fyrir snertingu, jafnvel þótt notaðir séu hanskar. Enn fremur er auðvelt að tengja síma með Bluetooth og bakkmyndavélin fer í gang þegar er bakkað. Helst vantaði nálægðarskynjara að framan og aftan til að auðvelda það að leggja í stæði. Sæti þægileg Framsætin eru sérlega þægileg með stillanlegum mjóbaksstuðningi. Til að gera hávaxna fullkomlega sátta þyrfti að vera hægt að færa sætin nokkra sentímetra aftar. Stórt glerþak er aukahlutur á þessum bíl og hleypir mikilli birtu inn í farþegarýmið. Aftursætin eru einungis nógu stór fyrir börn, smávaxna fullorðna eða hávaxin prúðmenni sem barma sér ekki þrátt fyrir þrengslin. Þakið er lágt, en er íhvolft rétt yfir kollinum til að gefa örlítið meira rými. Fótaplássið er jafnframt það lítið að nauðsynlegt er að færa framsætin fram séu fullorðnir aftursætisfarþegar með fætur. Enn fremur er líklegt að erfitt sé að koma stórum barnabílstólum fyrir. Stærð og form skottsins er vel nothæft. Afturhlerinn er breiður og opnast það hátt að engin hætta er á að reka höfuðið í. Gólfið flúttir við afturhlerann og er smá geymslupláss undir skottgólfinu, þó ekki nógu stórt til að rúma varadekk. Notalegur í akstri Akstursupplifuninni má lýsa sem notalegri. Veg- og vindhljóð er prýðilega einangrað og stýrið er létt. Auðvelt er að kveikja á skynvædda hraðastillinum og akreinavaranum. Þegar kerfið er í gangi sýnir bíllinn mikið umburðalyndi gagnvart því hvernig haldið er í stýrið – ólíkt mörgum bílum – og því er auðvelt að slaka á þegar keyrt er á góðum vegum, eins og Reykjanesbrautinni. Þá sér bíllinn um aksturinn eiginlega alveg sjálfur. Í þéttbýli er þægilegt að vera með mjúka fjöðrun þegar ekið er yfir hraðahindranir. Stiglaus sjálfskiptingin er jafnframt í essinu sínu þegar stöðugt er verið að stoppa og taka af stað. Ökumaðurinn verður í raun ekki var við hana. Það sem kemur sérstaklega á óvart með Toyota Yaris Cross er hversu öflugur hann er á malarvegum. Í þessum prufuakstri var farið yfir blautan og holóttan veg með lausri möl og Yaris kvartaði ekki neitt. Þegar ekið var ofan í dýpstu holurnar var glymurinn í farþegarýminu vel dempaður og mjúk fjöðrunin virkaði vel á þvottabrettum. Óverulegur hávaði myndaðist vegna steinkasts á undirvagninn. Fjórhjóladrifið hjálpaði til við að gera bílinn stöðugri í lausamölinni, þó tekið skuli fram að þetta sé langt því frá eins gott aldrif og í bílum eins og Subaru. Að lokum Helstu mál í millimetrum – breidd 1.765; lengd, 4.180, hæð 1.595. Hæð undir lægsta punkt er 17 sentímetrar. Ódýrasta útgáfa Yaris Cross er á 5.250.000. Verð Adventure útgáfunnar er frá 7.250.000. Bíllinn í þessum prufuakstri, með nokkrum aukahlutum, var á 7.312.950 krónur. Allt verð með vsk. Toyota Yaris Cross Adventure er vel útbúinn bíll sem er jafnvígur í borg og sveit. Þó þetta sé frábært ökutæki, er líklegt að Yaris Cross eigi erfitt með að keppa við fjöldann allan af góðum rafmagnsbílum sem eru nálægt þessum í verði. Þar má helst nefna fjórhjóladrifinn Tesla Model 3, sem er merkilegt nokk á nánast sama prís og bíllinn í þessum prufuakstri. VÉLABÁSINN Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Prufuakstur á Toyota Yaris Cross Toyota Yaris Cross er fjórhjóladrifinn tvinnbíll þar sem afturhjólin eru knúin með rafmótor, á meðan framhjólin eru knúin af bensínmótornum. Þetta er bíll með góða aksturseiginleika á fjölbreyttum. Veikasti hlekkurinn er hátt verð í samanburði við betur búna rafmagnsbíla. Myndir / ÁL Lítið rými er í aftursætunum. Toyota leggur mikið í hönnun sinna bíla um þessar mundir. Skottið er rúmgott og flúttir gólfið við hlerann. Margmiðlunarkerfið er gamaldags en gerir sitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.