Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 3

Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 3
STUÐLABERG 2/2016 3 Best að hver uni við sitt Til lesenda Í október síðastliðnum tilkynnti sænska Nóbelsverðlaunanefndin að Bob Dylan fengi Bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hann hefur verið orðaður við verðlaunin í nokkur ár. Ákvörðunin kom nokkuð á óvart og vakti mikla athygli en þó þótti flestum sem Dylan væri vel að þessu kominn. Hann hefur sungið söngva sína við gríðargóðar undirtektir í ára­ tugi og er enn að. Sara Danius, sem er í sænsku akademíunni, segir um Dylan: „Hann er merkt ljóðskáld í hinni enskumælandi hefð og hefur enduruppgötvað sjálfan sig stöðugt á 54 ára ferli.“ Hún talar líka um það hvernig hann beiti rími og nefnir plötuna frá 1966, Blonde on Blonde, sem dæmi. Athyglisvert er að skoða ljóð snillingsins Dylans og bera þau saman við það sem við erum að gera hér á Íslandi. Dylan fellir texta sína að lögunum sem hann semur og syngur. Þegar litið er yfir textana á umræddri plötu, Blonde on Blonde, má sjá að hann er skáld formsins. Hvert erindi speglar það næsta hvað varðar braglínulengd og braglínufjölda og rím notar hann markvisst og fallega. Hann er skáld hefðarinnar, nýtir sér af kunnáttu og málsnilld eiginleika ljóðmálsins sem felast í endurtekn­ ingu, takti og hljóðlíkingum. Það sem vantar í texta Dylans til að þeir samsvari því sem ort er á Íslandi eru ljóðstafirnir. Hann hefur aldrei þekkt þá hefð enda allt slíkt horfið úr enskri ljóðhefð nær því fimmhundruð árum áður en Dylan fæddist. Ensk skáld nota að vísu stundum ljóðstafi en yfirleitt aldrei samkvæmt neinni reglu eins og við gerum hér (lesendum skal þó til gamans bent á að slá upp á google: Gwendolyn Brooks, We Real Cool). Þess má geta að Leonard Cohen, sem nú er látinn 82 ára, eftir glæsilegan feril sem söngvaskáld, notaði hefðina á svipaðan hátt og Dylan. Þetta leiðir hugann aftur að því hvers vegna þessir umræddu ljóðstafir eru enn svo ómiss andi í hefðbundnum íslenskum kveð­ skap og hvernig þeir hafa varðveist allan þennan tíma. Lykilatriði í því, fyrir utan það hve tungumálið hefur varðveist gegnum tíð­ ina með öllu sínu, er að líkindum sú regla, sem enn er í gildi í íslensku, að leggja ávallt áherslu á fyrsta atkvæði hvers orðs. Sú regla hvarf úr ensku um svipað leyti og stuðlunin þar var á bak og burt og líklegt er að þar séu einhver tengsl. Þess vegna má spyrja sig hvort stuðlar og höfuðstafir eigi yfirleitt er­ indi inn í enskan kveðskap. Í enskum textum er ekki hefð fyrir þeim. Á meginlandinu var stuðlun nokkuð útbreidd fyrr á öldum, en er horfin með öllu um 900. Á Norðurlöndunum utan Íslands hélst stuðlunin fram um 1250, að minnsta kosti í Noregi. Stuðluð ljóð véku fyrir rímuðum trúarkveðskap sem ættaður var sunnar úr álfunni og auk þess má vera að breytingar á tungumálunum hafi haft þar áhrif, eins og fyrr var nefnt. Englendingar héldu stuðlasetningarhefðinni lengur en flestar þjóðir aðrar, fyrir utan Íslendinga, eða allt fram undir 1500. Ensk ljóðhefð er mjög skemmtileg og áheyri­ leg og sitthvað má lesa þar sem jafnast á við það besta sem gert hefur verið. Hvert tungu­ mál hefur sín blæbrigði, framburðarvenjur og hefð, og það sem á við í einu tungumáli hentar alls ekki því næsta. Ljóðið hefur margar hliðar. Lesendum til upplýsingar bendi ég þeim enn á að slá upp á netinu: Katharyn Howd Machan, Hazel Tells LaVerne. Lesið þetta ljóð. Það er óborgan legt snilldarverk, sem lýsir sjálfsmyndar kreppu ákveðinna hópa í Banda­ ríkjunum betur en flest annað, en að líkindum er óhugsandi að þýða það á íslensku án þess að skemma það. Til að njóta þess verðum við að kunna ensku. Þeir eiga sína ljóðhefð, við okkar, og best að hver uni við sitt. RIA.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.