Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 34
34 STUÐLABERG 2/2016
Mér er vandi á höndum að velja uppáhalds
ljóð. Mörg koma vitaskuld til greina. Með
sanni get ég þó sagt að eitt kom mér óðar í
hugann þegar ég stóð frammi fyrir þessu vali
nú. Undanfarin ár hef ég oft leitt ferðamenn
og nemendur á söguslóðir og þá liggur leiðin
einatt á Þingvelli. Við Hakið eða Lögberg
höfum við numið staðar. Þá hef ég farið með
„Ísland“, ljóð Jónasar Hallgrímssonar sem
birtist í fyrsta hefti Fjölnis árið 1835. Alltaf
fyllist ég lotningu og ættjarðarást og finn um
leið að fólkinu sem á hlýðir verður svipað
innanbrjósts. Þetta gildir líka um útlendinga
en fyrir þá þyl ég kvæðið í frábærri þýðingu
Dicks Ringlers.
Í kvæði Jónasar birtist þjóðernisrómantík
nítjándu aldar í sinni tærustu mynd. Vart þarf
að taka fram að lýsing hans á fyrstu öldum Ís
landsbyggðar er ekki raunsönn. Það voru ekki
aðeins hetjur sem riðu um héruð heldur líka
skúrkar. Og hörmungar dundu yfir, mann
fellir og hallæri. Orðkynngin er hins vegar
einstök og kvæðið frábær heimild um sjón
armið íslenskra menntamanna sem fylgdust
með þjóðernisvakningu um gervalla Evrópu
um miðja nítjándu öld – og hrifust með.
Ættjarðarást er sönn og sjálfsögð, þjóð
remba aum og geigvænleg.
Uppáhaldsljóð forseta Íslands
Er hrifinn af Íslandi Jónasar Hallgrímssonar
Ísland
Ísland! farsældafrón
og hagsælda hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og manndáðin best?
Allt er í heiminum hverfult
og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt
langt fram á horfinni öld.
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
Þá komu feðurnir frægu
og frjálsræðishetjurnar góðu
austan um hyldýpishaf,
hingað í sælunnar reit.
Reistu sér byggðir og bú
í blómguðu dalanna skauti;
ukust að íþrótt og frægð,
undu svo glaðir við sitt.
— — —
En á eldhrauni upp,
þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá,
alþing er horfið á braut.
Nú er hún Snorrabúð stekkur
og lyngið á lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár,
börnum og hröfnum að leik.
Ó, þér unglingafjöld
og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð
fallin í gleymsku og dá!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.