Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 14
14 STUÐLABERG 2/2016
Hvað hefur þér fundist erfiðast í bragfræðinni?
Erfiðast hefur mér fundist að fá nógu sterka
tilfinningu fyrir ljóðstöfunum og taka nógu
vel eftir þeim við að hlusta. Ég hafði auðvitað
ekkert brageyra þegar ég byrjaði á þessu.
Allra síðustu árin er líka afar bagalegt hvað
ég heyri almennt illa.
Einnig á ég í erfiðleikum með að skynja
sniðrím nægilega vel, heyra þegar það kemur
fyrir, en það er grunur minn og kenning að
flestir nútíma Íslendingar þyrftu sjálfir að
þjálfa þann hæfileika og eru ef til vill ekki
betur settir en ég. Það er slæmt og það getur
ekki verið að þannig hafi háttað til fyrir
hundrað árum því vísur gefa til kynna að
fram að þeim tíma hafi Íslendingar kunnað
að meta sniðrím frá fyrri tíð og beitt því.
Áttu eitthvert uppáhaldsskáld sem yrkir hefð
bundið?
Nei, og ég les ekki mikið af bókmenntum,
hvað þá heldur að ég geri það skipulega, eftir
að ég lauk við bókmenntafræðina. Mér finnst
skáldskapur þó enn skemmtilegur en finn
svo ótrúlega margt annað sem er áhugavert
að gera! Kannski fer ég að lesa meira þegar ég
fer á eftirlaun en ég vil líka hreyfa mig nægi
lega og svo framvegis þannig að mig skortir
alltaf tíma.
Hvaða bragarháttur finnst þér skemmtileg
astur?
Á ljóðastundum hér á staðnum hef ég
fengið margar ábendingar til að bæta mig við
að yrkja. Mér var fljótlega bent á nothæft kver
sem heitir Bögubókin. Síðan ég náði nokkurn
veginn tökum á algengustu bragarháttum
nútímans legg ég oftast lítið upp úr því
hvort vísan verður ferskeytla, draghenda,
stefjahrun, skammhenda, gagaraljóð, lang
henda, nýhenda, breiðhenda, stafhenda
eða samhenda. Fyrir mig er eins og nefndir
bragarhættir fylgi sömu reglum. Nokkra tugi
vísna undir þeim bragarháttum hef ég einnig
samið hringhendar.
Í allt hef ég samið vel yfir þrjú þúsund
vísur síðan ég byrjaði árið 2008 en þær eru
afar misjafnar að gæðum þótt örugglega yfir
hundrað hafi birst. Konan mín, Helga, og
eldri dóttir mín, Agnes, sem er bókmennta
fræðingur, hvöttu mig fljótlega til að geyma
allar vísur og það hef ég gert nema stundum
þegar þær voru eingöngu samdar sem leikur
en sögðu varla neitt. Mikinn meirihluta hinna
vísnanna, sem hafa ekki birst á prenti eða
vefnum, hef ég ort eða skrifað því fólki sem
ég var í samskiptum við á þeirri stundu því
flestar vísur mínar spretta af aðstæðum eða
orðatiltækjum augnabliksins.
Síðan fyrir ári eða svo hef ég farið að prófa
mig áfram við að semja undir dróttkveðnum
hætti og líka tröllaslag eftir ábendingu í
Stuðlabergi. Mér þykja báðir hættirnir glæsi
legir! Síðan í vor hef ég farið að prófa brag
og valhendu. Limrur hef ég nánast alveg látið
eiga sig því ég hef enn verið að venjast tvíliða
hrynjandi og er fyllilega ánægður með hana
í bili.
Áttu einhver framtíðarmarkmið í kveðskapnum?
Aðallega að hafa sjálfur áfram gaman af
honum en einnig að láta náungann njóta ef
svo ber undir og að fá að njóta skrifaðs og
munnlegs kveðskapar annarra.
Ég ætla því að taka þátt í samfélagi hefð
bundins kveðskapar á Íslandi en það kemur
í ljós hvort það verði héðan af meira sem
einstaklingur eða í félagi með öðrum og
hvernig Internetið kemur inn í myndina.
Philip Vogler í fjallgöngu.