Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 10

Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 10
10 STUÐLABERG 2/2016 Myndirnar eru lifandi og fallegar og ljóðin undirstrika til finningar höfundarins, ást hans á jarðargróðrinum og auga fyrir fegurð blómaflórunnar. Þannig er ljóðið um Kræklurótina: Eina veit ég ósköp smáa, felugjarna og feimna snót. Heimili á hún í móa, býr þar með sinn bægifót. Blaðgrænu í blóðið vantar. Móleit öll en aldrei ljót. Kynleg jurt er kræklurót. Davíð Hjálmar yrkir hefðbundið eins og sjá má. Allt sem hér er sett fram lýtur ströng ustu kröfum hins forna bragar. Jafnframt leikur hann gjarna þá list að teygja ljóðformið aftur og fram og endurskapa þannig bragarhættina. Þetta tekst með miklum ágætum. Sjaldgæft er að sjá svo vel leikið með grunnþætti hefð­ bundins ljóðforms. Fyrsta ljóðið í bókinni fjallar um Alaska- lúpínuna: Ég alaskalúpínu virði og dýrka og dái. Í grjótstein og sand ég sái og lúpínan spírar og lifnar og grær og landið sem örfoka virtist í gær er hvanngrænt á hverju strái. Og liturinn blóma blái! En horfinn er grjótsteinn grái. Hún flæðir um kjörr öll og klungur og mó, mín kærustu smáblóm ég finn ekki, þó ég leiti og grannt ég gái. Og yrtlinga þá ég þrái. Ég fitla við eitur og flugbeitta hnífa og ljái. Gott dæmi um bragsnilld Davíðs Hjálmars er ljóðið um Engjamunablómið: Óskráðum lögum er auðvelt að fylgja og hlíta. Aldrei það upp skyldi slíta, munablóm engja með augun svo blá að allir þau verða að nýju að sjá ef eitt sinn í ljós þeirra líta. Gimbli er bannað að bíta og grasbítum öllum sem gráðugir kjamsa og rýta. Sjötta Davíðsbók er ótrúlega fallegt og vel unnið listaverk sem hver einasti ljóða­ og plöntuunnandi verður að eignast og lesa. Ekkert er bogið og engu logið Enginn sá hundinn heitir myndabók eftir Hafstein Hafsteinsson sem ljóðskreytt er af Bjarka Karlssyni. Mál og menning gefur út. Hundurinn kemur sem jólagjöf inn á heimili barnanna og allt leikur í lyndi framan af en um næstu jól fá börnin einhverja fjárans álbakka að gjöf og eftir það fer að kárna gamanið. Bakkar? Já, glitrandi bakkar úr gleri og áli og grjóthörðu stáli. Segulstáli, svo sterku að öll voru yfir því bundin ... og enginn sá hundinn. Hann grípur til sinna ráða og fær sér til fé­ lagsskapar kött sem hefur þá lent í því sama. Hann var vanræktur vegna þess að allir fest­ ust við þessa bakka. Saman fara þeir út í heim til að vinna bug á einsemdinni og lenda í fjöl­ skrúðugum ævintýrum. Svo leigðum við flugvél og flugum af stað ... Hvað? Já, það! Ekkert er bogið og engu logið: Við hundarnir getum sko hæglega flogið.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.