Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 11

Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 11
STUÐLABERG 2/2016 11 Þessi bók er afbragð. Myndirnar eru fallegar og grípandi og ljóðskreytingin er gerð af fljúgandi hagmælsku og frumleik eins og við var að búast. Gott er til þess að vita að yngstu lesendurnir skuli fá þessa þjálfun fyrir brageyrað. Lengi býr að fyrstu gerð. … þessi helvítis krísa Aðalsteinn Svanur Sigfússon hefur sent frá sér bók sem ber nafnið Án róms og laga. Þetta er forvitnileg bók, ekki hvað síst titillinn. Ljóðin eru öll samin til söngs. Textinn er gerður til að syngja hann og þegar bókin er lesin er ekki laust við að þess sjái merki sums staðar. Ljóð sem er sungið birtist á annan hátt en það sem er lesið upphátt, að ekki sé talað um ef það er lesið í hljóði. Ýmsir hnökrar, sem fljóta fram hjá eyranu þegar trúbadúrinn beitir röddinni og eltir laglínuna, verða skyndilega sýnilegir þegar lesandinn hefur tíma til að lesa línuna tvisvar, eða staldra við og horfa á hana. Þetta má þó ekki skilja á þann veg að hnökrarnir í kvæðum Aðalsteins Svans séu truflandi. Þetta eru ljómandi skemmtilegir textar, fullir af ádeilu, léttir og fyndnir. En samt skynjar lesandinn að þeir eru gerðir til söngs, það vantar róminn og lagið, trúbadúr­ inn er fjarri með tónlistina. Við grípum niður í texta sem heitir einfald­ lega Heimsósómakvæði: Án róms og laga er skemmtileg bók, hug­ myndin bak við útgáfuna er dálítið frum­ leg. Hér sjáum við trúbadúrinn án gítarsins, raddarinnar og laglínunnar. Það er alveg skoðunarinnar virði. RIA. Af og til renna upp dagar sem ættu ekki að rísa. Í óbyggðum skína oft stjörnur sem engum lýsa. Hið albesta kvæði vill enda sem lausavísa. Mikið óhemju tekur hún á, mikið óhemju tekur hún á, mikið óhemju tekur hún á þessi helvítis krísa.       — — — Hversu allt var nú betra hér forðum og fyrrum í den. Af fortíðarþránni ég sviðna, ég loga, ég brenn. Þótt fórnað ég hafi mér fyrir allt vont í senn fóru nú löngum í hundana fóru nú löngum í hundana fóru nú löngum í hundana betri menn.

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.