Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 13

Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 13
STUÐLABERG 2/2016 13 Philip Vogler er Bandaríkjamaður. Hann er frá bónda bæ í Texas og á allar ættir að rekja til þýskumælandi fólks sem fluttist frá Evrópu um 1900. Hann kom hingað til lands í sumar- vinnu árið 1975 og þremur árum seinna, árið 1978, fluttist hann með íslenskri konu sinni hingað til lands og settist að á Egils stöðum. Hann hefur sýnt mikinn áhuga á íslenskri ljóðlist, var einn aðalhvatamaður að stofnun Félags ljóðaunnenda á Austurlandi og hefur verið duglegur við að mæta á eða skipuleggja samkomur sem tengjast ljóðlist, svo sem brag fræði námskeið og ljóðakvöld. Það sem einkum hefur þó vakið athygli er að Philip hefur tileinkað sér íslenskar bragreglur og yrkir af miklu kappi, einkum undir rímna­ háttum, án þess að nokkurs staðar skeiki í meðferð ljóðstafanna. Sem dæmi má nefna vísu sem hann gerði nú fyrir skömmu: Gaman er þá árla dags aðrir stíga á fætur. Ég efni finn til fyrsta brags, fyrr það birta lætur. Philip tók vel í það að svara nokkrum spurningum. Hvað kom til að þú heillaðist svona af fornum, íslenskum bragreglum og hefðbundinni íslenskri ljóðagerð? Í skóla lærði ég ensku og fleiri tungumál auk bókmenntafræði en aldrei bragfræði sér­ staklega. Það æxlaðist hins vegar svo að ég lærði meira í forn- og miðaldaensku en flestir enskufræðingar, var meðal annars hjá Alain Renoir, sem er barnabarn Pierre-Auguste Renoir, þess fræga listmálara, í tvö misseri og það var tilkomumikið að heyra hann lesa úr fornum enskum kvæðum. Ég tók þýskar bókmenntir ásamt enskum sem aðalsvið til MA-prófs um bókmenntafræði, þar á meðal mikið af ljóðum. Ég vann lengi að því að hér fyrir austan yrði einhver vettvangur fyrir ljóðaflutning og samræður um kveðskap en slíkt vantaði þegar ég kom hingað. Auk nokkurra upp­ lestrarsamkoma á Egilsstöðum kallaði ég saman þrjá eða fjóra umræðufundi, ef ég tel með bragfræðinámskeið sem ég skipulagði í tengslum við útileikhúsið sem ég rak í fimm ár. Magnús J. Jóhannsson frá Iðunni kenndi. Að lokum komu þau Sigrún Björgvinsdóttir og Þorsteinn Bergsson mér til aðstoðar til að ná til ljóðaáhugafólks úr öllum fjórðungnum. Ég stjórnaði svo umræðufundi í barnaskól­ anum á Eiðum og einn fundarmanna, Aðal­ steinn Aðalsteinsson (Danni á Vaðbrekku), skrifaði fundargerðina í bundnu máli. Síðan var kosin undirbúningsnefnd sem Magnús Stefánsson stýrði. „Þar sem ástir skína skærst” Rætt við Philip Vogler um ljóða- og vísnagerð Philip Vogler, kennari, þýðandi, leiðsögu- maður og ljóðaunnandi á Egilsstöðum.

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.