Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 32

Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 32
32 STUÐLABERG 2/2016 Gunnar Thorsteinsson varð andvaka og sá sér ekki annað fært en að beisla skáldfákinn: Geysist ljóðafákur frár frjáls um grundir; lifnar hugur, lyftast brár, léttast stundir. Þá hugur fer á hörkuspan og hættir dormi úr mér vellur vitleysan í vísnaformi. Og Gunnar setti saman vísu sem ætti kannski við núna á þessu kosningahausti: Þingmenn tala, þéttan mala, þungt á ala málunum, með vaðals hala í villu gala; vekja kala í sálunum. Ármann Þorgrímsson orti vísu og gaf henni nafn. Hún heitir Breyttir tímar: Þeir sem áður ortu best um eðalvín og kvennafar lofsyngja nú magann mest og minnast ekki á stelpurnar. Sic transit gloria mundi. Guðmundur Halldórsson orti limru um það nýjasta í kynningar- og ferðamálum á Íslandi: Trítlar víða túristanna her um tinda, dali, móa og eyðisker. Margt er hér að sjá; mest þó allir þrá brekkuna þar sem Bieber velti sér. Hallmundur Kristinsson orti skemmtilega vísu þegar sviptingarnar stóðu sem hæst í stjórnmálunum: Í Framsókn menn foringja velja; í fylginu töluverð elja. Einhverjir sálina selja! ‒ Svo er að telja ... Hallmundur orti líka um sígilt vandamál þeirra sem fást við yrkingar: Margir sig leggi í líma við ljóðagerð allra tíma. Upphefst nú ægileg glíma, því allt þarf að stuðla og ríma. Og fleiri hafa velt fyrir sér vandamálum sem tengjast hefðbundnum yrkingum. Baldvin Flóki Bjarnason setti þessa saman: Við það að hnoða hnyttið ljóð hnýt ég um þá steina að aldrei tengjast tyrfin hljóð og tjá það sem ég meina. Ástarsorgin hefur oft leikið fólk grátt eins og dæmin sanna. En sumir geta horft björtum augum fram á við þó að þau mál gangi í brösum. Jóhannes G. Jónasson, sem kenndur var við Skjögrastaði í Vallahreppi, þar sem einu sinni hét Suður-Múlasýsla, (f. 1862, d. 1928) átti unnustu sem tók því illa þegar hann gat barn við annarri. Mun hún hafa sagt samskiptum þeirra lokið. Þá orti Jóhannes: Þú ert köld og sein til sátta, svart þitt hugarþel. Þú vilt ekki hjá mér hátta! Húrra! Farðu vel. Um miðja tuttugustu öld, þegar hvað harð­ ast var deilt um íslenska ljóðlist og svokölluð „Ekki þarf að gylla gull“ Lausavísnaþáttur

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.