Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 5

Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 5
STUÐLABERG 2/2016 5 „Um ljósvakann loforðin svífa“ Hagyrðingamót austur á Jökuldal Hagyrðingamót var haldið að Skjöldólfs­ stöðum á Jökuldal föstudaginn 28. október síðastliðinn. Þar var þá haldið kótilettukvöld með tilheyrandi skemmtiatriðum. Þau sem mættu á pallinn voru öll sauðfjárbændur; Andrés Björnsson á Gilsárvelli á Borgarfirði eystra, Sigþrúður Sigurðardóttir á Brenni­ stöðum í Eiðaþinghá, Sólveig Björnsdóttir í Laufási í Hjaltastaðaþinghá og Baldur Grét­ arsson á Kirkjubæ í Hróarstungu. Stjórnandi var Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Ein spurningin sem lögð var fyrir hag­ yrðingana var þannig: Hvernig leggst vetur­ inn í þig? Andrés svaraði því á þessa leið: Ég veit ekki á hverju veturinn lumar að velta mér upp úr því reyni ég síst. Hann gæti orðið snjóþyngri en síðasta sumar en samt er það bara ekkert víst. Önnur spurning hljóðaði þannig: Hvað finnst ykkur um það ef á að loka Reykjavíkur­ flugvelli? Sigþrúður svaraði þannig: Þetta er lífæð landans, látið því málið kjurt. Þeir mega fara til fjandans sem flytja vilja hann burt. Þessi samkoma var haldin kvöldið áður en kosið var til Alþingis. Umfjöllun um flokka og frambjóðendur var því nokkuð áberandi þarna á pallinum. Meðal annars var spurt: Hvað finnst ykkur um kosningaloforðin? Eru þau stærri en venjulega? Sólveig hefur að sögn fylgst lengi með stjórnmálum á Íslandi og hún átti svar við þessu: Með frábærar hugmyndir fara þau þarna inn og fá vilja hljómgrunn á það sem að í þeim blundar, svo rembast þau eins og rjúpa við staur um sinn; rölta svo þegjandi út líkt og barðir hundar. Baldur orti líka um loforð frambjóðenda og greip þar til samlíkingar úr fornum hey­ skapar háttum; var ekki bjartsýnn á gengi þeirra sem voru í boði: Um ljósvakann loforðin svífa, loddarar fylla bekkinn. Ég trúi' ekki að tindalaus hrífa taki hér saman flekkinn. Hagyrðingarnir fá bestu þakkir fyrir frá­ bæra skemmtun. RIA. Frá vinstri: Baldur, Sigþrúður, Sólveig og Andrés.

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.