Stuðlaberg - 01.12.2016, Síða 28
28 STUÐLABERG 2/2016
Vildi alltaf vera fyndinn
Þorsteinn frá Hamri fjallar um Fjölni og rímurnar
Einu sinni sem oftar, þegar Fjölnismenn
voru að rífa Sigurð Breiðfjörð í sig, að þessu
sinni í riti sínu 1843, varð fyrir þeim þessi vísa
hans, upphaf að ljóðabréfi til Kristínar Illuga
dóttur:
Líkt og flugan loftsins heita,
langur vetur þegar dvín,
minn vill hugur löngum leita,
linna fleta sól, til þín.
Af þessu, segir í Fjölni, „virðist (...) mega
ráða, að unnusta hans verði fyrir æði mikilli
ásókn af flugum, einkanlega á vortímanum.“
Þetta hefur átt að vera heldur en ekki mein
leg fyndni, en er því miður fúll brandari,
útúrsnúningur ‒ nema þeir félagar hafi ekki
verið læsir á vísuna, ekki kunnað að taka
hana saman, sem kallað er. Líkt og flugan til
heita loftsins, þegar langur vetur dvín, vill hugur
minn löngum leita til þín, linna fleta sól: Hugur
skáldsins leitar til konunnar, líkt og flugan í
hlýtt vorloftið. „Linna flet“ merkir ormaból,
gull, síðan Fáfnir lá á gullinu forðum, konan
er með öðrum orðum kennd til gulls, hún
er sól þess: samsvörun við yl vorsins. Vísa
Sigurðar er nefnilega nokkuð góð, þetta er
indælis ástarvísa, vel kveðin.
Þótt alkunnur sé ritdómur Jónasar Hall
grímssonar um Tistransrímur Sigurðar
nokkrum árum fyrr, á Jónas að minnsta
kosti ekki opinberan hlut að þessum óleik.
Í þetta sinn önnuðust Konráð Gíslason og
Gísli Thorarensen bókadóma í Fjölni, og það
er Gísli sem merkir sér umsögnina (G. Th.).
Hann er að fjalla um Ljóðasmámuni Sigurðar,
hina síðari (útg. 1839). Þess má geta að Jóni
forseta Sigurðssyni þótti nóg um þessa grein
Gísla; í bréfi 22. maí 1844 til Jóns Péturssonar
dómstjóra getur hann hennar sem vitnis
burðar um „meiðandi skammir“.
Hvort fremur, af tvennu illu, kjósum
við að ætla Gísla Thorarensen, sem sjálfur
var að fást við yrkingar, að hann hafi verið
ólæs á vísuna eða niðurlægt hana viljandi
með útúrsnúningi? Ekki lét hann svo lítið
að birta lesendum vísuna, sjálfa orsök orða
sinna. „Gísli Thorarensen var stór og digur,
klunnalegur og undarlegur, vildi alltaf vera
fyndinn,“ segir Benedikt Gröndal í Dægradvöl.
Gísli var, og óneitanlega með réttu, þegar
þarna var komið sögu í ritsmíð hans, búinn
að tína til fjölmörg dæmi um smekkleysur og
hroðvirkni hjá Sigurði, en greinilega hefur
hann fundið sig knúinn til að smyrja betur
á; höggva sem næst persónulegum tilfinn
ingum alþýðuskáldsins með því að snúa út
úr ástarvísu; vera svolítið fyndinn.
En margt var á undan gengið og ekki allt
sem drengilegast. Sumt af því er nú á vitorði
allra sem um slíkt hirða, en vel má rifja það
upp og stikla á stóru.
Mynd af Sigurði Breiðfjörð, byggð á
blýants teikningu sem Helgi Sigurðsson
gerði eftir minni.