Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 24
24 STUÐLABERG 2/2016
Árið 1916 féll frá það skáld sem líklega
skilaði af sér meiri skáldskap að vöxtum en
nokkurt annað íslenskt skáld fyrr og síðar,
Símon Bjarnarson, jafnan nefndur Dalaskáld.
Hann var höfundur þrettán rímnaflokka, ell
efu ljóðabóka, einnar skáldsögu og ævisögu
Bólu-Hjálmars sem hann samdi með Brynjólfi
frá Minnanúpi. Þar við bætast óteljandi vísur
sem hann orti um fólk sem hann hitti á ferðum
sínum um landið.
Símon fæddist árið 1844 á Höskulds
stöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og kenndi
sig ævinlega síðan við Skagafjarðardali en
var ekki „Dalamaður“ eins og margir trúa.
Hann var vinnumaður í Skagafirði um skeið,
kvæntist og setti saman bú og eignaðist börn,
en lagðist síðan í ferðalög um landið, knúði
dyra á bæjum, falbauð verk sín og skemmti
fólki með vísum og sögum. Hann var því
stundum kallaður flakkari, förumaður og
jafnvel betlari af mönnum sem fannst lítið til
hans koma. Það eru ekki réttnefni. Símon var
farandskáld, trúbador, skemmtikraftur eða
e.t.v. uppistandari þess tíma.
Öllum heimildum ber saman um að alls
staðar hafi Símon verið aufúsugestur. Fólki
fannst sem hann kæmi með nýtt líf inn í
fábreyttan hversdagsleikann og baðstofulífið
breytti um svip. Það sakaði ekki að hann orti
jafnan vísur um heimilisfólkið, einkum stúlk
urnar.
Símon var það sem stundum er kallað
„talandi skáld“; vísurnar flutu fram af munni
hans í stríðum straumi jafnhratt og annað mál
og þá var hann oftar en ekki lítt vandur að
meðölum. Símon samdi sig ekki að nýjum
kröfum um skáldskap, en hélt sig við gömlu
aðferðina sem rímnaskáldskapurinn hafði í
hávegum en Jónas Hallgrímsson hafði fellt
dauðadóm yfir í sínum fræga dómi um rímur
Sigurðar Breiðfjörð.
Því var það að dómar þeirra sem betur
vissu, hinna „lærðu“, um verk hans urðu
harðir, raunar hefur líklega ekkert ís
lenskt skáld þurft að sitja undir öðrum eins
svívirðingum um verk sín og Símon. Það
veiðileyfi, sem Jónas gaf sér minni spá
mönnum á verk Sigurðar Breiðfjörð, færðist
nú af enn meiri þunga yfir á Símon, enda
var nú svo komið að Sigurður var metinn að
verðleikum sem listaskáld af flestum sem um
verk hans fjölluðu.
Það var til dæmis ekki einsdæmi að ritdóm
arar hæfu umsögn sína á níðvísu um skáldið.
Í Tímanum árið 1874 birtist ritdómur eftir B.F.
um Smámuni I-III og hefst svo:
Fjalars, Galars listugt lá
líka Kjalars þýtur;
brátt mun hvali syngja úr sjá
Símon Dala…
B.F. fylgir síðan vísunni eftir með vel
völdum orðum um leirburð, hortitti, mál
leysur, kenningahröngl o.fl. „Það mun óhætt
að fullyrða að engin bók hefur verið prentuð
hjer á landi sem sje þjóð vorri til meiri minnk
unar…“ (B.F. 1874:39).
Ritdómara GönguHrólfs, líklega Jóni Ólafs
syni, svíður það sárt að þjóðin skuli einungis
kaupa 200 eintök Friðþjófsögu en hvorki fleiri
né færri en 1500 eintök af Búarímum Símonar.
„Já, mikil eru ósköpin! Menn hafa tukthús,
steglur og járn firir morðingja og bófa; en
fyrir þá, sem mirða smekkvísi heillar þjóðar,
hafa menn engin hirtingarmeðöl …“ og Jón
furðar sig á að Símon dirfist að kalla sig skáld
([Jón Ólafsson].1873:36).
Símon brást til varnar dómi B.F. og telur
líklegt að B.F. standi fyrir „Bölvað Flón“
og bendir á að hann hafi ekki sjálfur gefið
sér nafnið skáld; það hafi þjóðin gert, sér til
lítillar þægðar. „Ef að mjer hefði nokkurn
„Gígjan ljóða glumdi snjöll“
Hundrað ár eru liðin frá andláti Símonar Dalaskálds