Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 27

Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 27
STUÐLABERG 2/2016 27 Aflaskipið Skálda. „Léttir amstri þungu” Lausavísur af skemmtikvöldum Iðunnar Á skemmtikvöldum Kvæðamannafélags­ ins Iðunnar, sem haldin eru að jafnaði fyrsta föstudag hvers mánaðar yfir veturinn, er venja að taka saman það sem ort er í salnum meðan skemmtiatriði eru flutt. Afrakstrinum er safnað saman í fundarlok í Skáldu, sem er lítill bátur úr tré. Er það kallað að gera að afla Skáldu og hefur Helgi Zimsen það starf með höndum. Ragnar Böðvarsson orti einhvern tíma þegar hann fékk blaðið í hendur: Oftast reynist einskis virði orðlaust blað nema einhver um það hirði að yrkja á það. Arnþór Helgason orti undir tónlistaratriði: Hlýddum vér á sálmasöng seiddu tónar huga vorn. Þóttu hvorki leið né löng lögin þessi mjúk og forn. Á einhverju kvöldinu var félagi forfallaður og Þórarinn Már Baldursson taldi sig hafa fengið hugskeyti frá honum: Herping maga hef ég agalegan: Ill mig plagar iðrasótt, úr mér lagar dag og nótt. Sigurður Sigurðarson kastaði fram ill­ yrmislegum fyrriparti og skoraði á menn að botna. Þorvaldur Þorvaldsson brást vel við því og vísan varð svona: Mér er vaxinn vísdómsjaxl vitið reyndar lítið óx. Segja margir að hann Axl- arbjörn fórnarlamb sé rógs. Höskuldur Búi Jónsson orti: Bar á vondum vísnaskorti vísnaskáldin urðu sveitt. Þetta kvöld ég aftur orti ekki neitt. Gunnar Straumland orti einhvern tíma þegar rætt var um gildi þess að gá að því hvað maður segir: Tungukorða temja skal taum og skorður finna. Gaspur forðast, göfga tal, gæta orða sinna. Og auðvitað er ort um veðrið, nema hvað! Sigurlín Hermannsdóttir gerði þessa: Þorri læðist létt með hægð leggur fæð á sumarblóm; sendi í bræði bratta lægð, bylur kvæðin digrum róm. Sigmundur Benediktsson heyrir að eigin sögn ekki vel. Það á þó einkum við þegar margir kveða saman. Á einni samkomunni átti hann því erfitt með að greina ýmislegt sem fram fór. Fékk hann fyrir vikið næði til að yrkja dróttkvæða vísu. Námið var strítt að nema nasla í fræðabasli, talað með langri tölu tuldur, sem varð að muldri. Alla því heyrði illa orðræðu góðan forða, skaði að fátt nam skoða, skildi ei það sem vildi. RIA. H el gi Z im se n

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.