Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 15
STUÐLABERG 2/2016 15
Nokkrar vísur eftir Philip Vogler
Á stuttu sundi í ískaldri fjallaá snemm
sumars á öræfum birtist snögglega straum
andarungi við hliðina á mér. Það veitti
mikla ánægju!
Af straumönd hlýja strauma fæ
er stekk í kaldan hyl.
Þótt bráðni vatnið beint úr snæ
í blóði finn ég yl.
Um haustið 2014 var yngri dóttir mín,
Erla Dóra, einnig þekkt sem söngvari, farin
að vinna sem ferða og menningarmálafull
trúi Djúpavogshrepps. Hún benti á að Jónas
Hallgrímsson hefði skrifað um útilífsástir
í skemmtilegum „skvompum“ í kringum
Djúpavogi á 19. öld. Ég var líklega innan við
fjórar mínútur að semja:
Þar sem ástir skína skærst,
í skvompum nærist logi,
sorgin heims og fargið fjærst
finnst á Djúpavogi.
Eitt sinn datt mér í hug að maður á hjóli
myndi gleðjast yfir því að eyða orku en
maður á bíl sjá eftir því að eyða orku.
Ef lít á hluti læri ég mest,
líf er góður skóli.
Mér finnst að eyða orku best
ef um ég fer á hjóli.
Eftirfarandi tvær hringhendar ferskeytlur
birtust í þættinum „Mælt af munni fram” í
Bændablaðinu 6. 9. 2012:
Veistu lamb að líður vor
með leik og þamb sem víðast?
Af fjallakambi kveður spor
Þar kýst að ramba síðast.
Um þig varmt í vor ég tek,
vart þinn sjarm kann orða.
Í sláturfarm svo fjöldann rek
sem fæstir harma að borða.
Ungbændur héldu ljósmyndasamkeppni
um „Bændur að störfum” vegna dagatals
fyrir árið 2013. Mér þykir enn mikill heiður
að ferskeytlan var prentuð á dagatalinu:
Alla daga björg í bú
af bændum landsins þiggjum.
Þeir rækta einnig áfram trú
að Ísland farsælt byggjum.
Mér finnst landlægur misskilningur, eigin
lega vitleysa, að líta upp til einstaklinga sem
rómaðir eru fyrir að hafa haldið kveðskap
sínum lítið á lofti. Hvaða gagn gerir hann þá?
Mér finnst alltof jákvætt að kalla það hógværð.
Það er eins og að bera harm sinn í hljóði sem
við vitum nú að getur verið slæmt fyrir heils
una. Fólk sem felur oftast kveðskap sinn lærir
allavega lítið af viðbrögðum annarra. Ef aðrir
eru líklegir til að hafa ánægju af ljóði manns
þá er varla verra að flytja það en að segja eitt
hvað ómerkilegt um veðrið. Mér finnst betra
að láta annað fólk dæma um gæðin ef maður
hefur til dæmis samið ljóð um það eða skoðun
þess og orðfæri.
Síðan Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
var stofnað, árið 1996, er það í afar góðum
höndum því Magnús Stefánsson hefur séð
um þá starfsemi með glæsibrag og sinnt fjöl
breyttri útgáfu. Hann er ótrúlega duglegur
og fyrst og fremst honum að þakka að ljóð
hafa haft svo öflugan vettvang á Austurlandi
síðustu tvo áratugi. Líka vil ég nefna að í
Stuðlaberginu er gjarnan hamrað á því að við
verðum að rækta brageyrað og áhuga ungs
fólks og almennings og ég er sammála því.
Ef einhver telur sig geta haft af mér gagn
er velkomið að hringja í mig, ég er í flestum
símaskrám og leitarvélum en trúlega engri
ljóðaskrá enn. RIA.