Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 8

Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 8
8 STUÐLABERG 2/2016 Svífa létt um loftsins slóð Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur sent frá sér bókina Á líðandi stund eftir Jón Sigfússon. Bókin er sú sextánda í röðinni Austfirsk ljóðskáld, rúmar sjötíu síður í fal­ legu bandi með stuttum eftirmála um lífs­ hlaup höfundarins eftir Ástu Þ. Jónsdóttur og Sigurlaugu Jónasdóttur. Jón Sigfússon fæddist að Ásseli í Fellum árið 1910 en ólst upp að Egilsseli í sömu sveit. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum árin 1929-1931, kvæntist og gerðist bóndi. Síðar tók hann við búinu á Eiðum, annaðist meðal annars póst­ og símstöðvar­ stjórn á staðnum og gegndi því starfi til dauðadags, í ágúst 1966. Jón byrjaði ungur að yrkja en flíkaði kveð­ skap sínum ekki mikið. Þó birtust eftir hann vísur og kvæði í tímaritum og oft var til hans leitað til að gera afmælis- eða erfiljóð. Í eftir­ málanum segir: „Tíðust yrkisefna hans voru íslensk nátt­ úra í fegurð sinni eða nöturleika, fegurðin þó oftast ríkjandi. Einnig maðurinn á ævigöngu sinni í lífi og dauða, æskuþrá eða ellikvíða.“ Við lítum fyrst á ljóð sem nefnist Fallið er laufið: Fallið er laufið og fokið, fækkar litum á jörðu. Á heiðinni norðannepja næðir um hrunda vörðu. Hríðarkólga í hafi hangir með gömlum þráa, leggur þaðan um landið loppuna hélugráa. Svo gengur vetur að garði, garpur af vopnum ríkur. Aðför er ennþá hafin sem enginn veit hvernig lýkur. Annað kallar hann einfaldlega Ljóð: Á hljóðum helgistundum í huga oft ég svíf á grónar götur þínar, mitt gamla, horfna líf. Með lítið gull í lófa ég lék á þínum vang. Oft var erfið leiðin og oft var þungt um gang. Hér er líka hringhend ferskeytla sem ber nafnið Gullin ský: Svífa létt um loftsins slóð ljóma sett um kögur eins og glettin ástarljóð, yndislétt og fögur. Að lokum skoðum við afmælisvísu til Þórarins Þórarinssonar, skólastjóra á Eiðum, á fimmtugsafmæli hans. Við fyrirsögnina stendur: Afmælisskeyti sent á Landspítala: Við réttum þér hönd þó að öræfi Íslands okkar á milli rísi, sendum þér kveðju og ætlum að orðin einlægum huga lýsi. Til vinafunda og ljómandi lunda, sem lífsdöggum vorið baðar, við óskum að leiði þig heilan heim hamingja Eiðastaðar.

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.