Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 9
STUÐLABERG 2/2016 9
Meðfram veggnum leiðin lá
Út er komin bókin Ævintýrið af Sölva og
Oddi kóngi. Bára Grímsdóttir hefur samið
söguna. Söngtextana gera hún og Helgi Zim
sen. Myndskreytingu annaðist Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir. Geisladiskur fylgir bókinni og
er tónlistin í umsjón Báru Grímsdóttur.
Sagan er að miklu leyti rakin í ljóðum
þar sem ort er undir margvíslegum bragar
háttum. Þar má sjá ferskeytt, afhent, langhent,
stikluvik, braghent samrímað og bak sneitt,
stefjahrun, breiðhent, skamm hent, stafh ent
og samhent. Söguþráðurinn er ævin týra legur
eins og hann á að vera og endar vel eins og
venjan er með þessa tegund bókmennta. Hér
á eftir fara nokkur dæmi um vísurnar. Við
grípum niður í söguna þar sem Sölvi eltir
Odd kóng út um nótt með aðstoð huliðs
hjálms:
Sölvi huliðshjálminn bar,
hann má konung elta þar.
Ganga þeir um gang og brátt
gegnum stóran sal.
Þar við enda er opin gátt,
inn um hana skal.
Breið og löng þá birtast göng,
bogahvelfing há.
Inn fer kóngur, þar er þröng,
þoka skellur á.
Sölvi huliðshjálminn bar,
hann má konung elta þar.
Sölvi ekkert sá sér frá,
svart var útsýnið.
Greitt má stefnu góða fá,
gangaveggs við hlið.
Sölvi huliðshjálminn bar,
hann má konung elta þar.
Meðfram veggnum leiðin lá
löng og sjón ei fín,
þar til loksins þoku grá
þraut og birtist sýn.
Kynleg jurt er / kræklurót
Davíð Hjálmar Haraldsson hefur sent frá
sér fimm bækur sem hann kallar Davíðs
bækur I-V. Um þessar bækur var fjallað í vor
hefti Stuðlabergs 2015. Nú hefur Óðinsauga
gefið út Sjöttu Davíðsbók sem er að því best er
vitað án fordæma í ljóðbókmenntum okkar.
Hann yrkir sextíu og sex ljóð um jafnmargar
plöntur úr íslenskri náttúru og birtir mynd af
hverri plöntu á opnunni móti ljóðinu. Þetta
samspil ljóða og mynda er einstakt.