Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 30
30 STUÐLABERG 2/2016
Sama ár birtist svo ritdómur Jónasar Hall
grímssonar um Tistransrímur.
Það er eins og tilvist Sigurðar Breiðfjörðs ein
sér láti þessa menn aldrei í friði og veki þeim
sífellt angur. Árin líða. Flugnabrandari Gísla
Thorarensens birtist í Fjölni 1843; árið eftir, 23.
marz, skrifar Konráð Jónasi til Sóreyjar og and
varpar: „Komnar Líkafrónsrímur eftir Sigurð
Breiðfjörð. Alltaf er karlinn að yrkja.“
Það er einkennilegt að setja sér fyrir sjónir
hina lærðu og listhögu framverði andans,
Fjölnismenn, þar sem þeir dunda við að
breyta bréfum, falsa aðsendar ritsmíðar, í því
skyni einu að fyrirbyggja að þar birtist svo
mikið sem stafur þar sem þessa þjóðkunna
alþýðuskálds væri getið á aðra lund en til
hnjóðs og niðurlægingar. Sér á parti er svo
bókmenntaleg smekkvísi Gísla Thorarensens,
þar sem hann er að burðast við að snúa út
úr ágætlega kveðinni vísu Sigurðar, draga
dár að innilegri kveðju skáldsins til ástkonu
sinnar; og vera fyndinn.
Ragna Benedikta Steingrímsdóttir er ung
stúlka frá Akranesi, var þar til í vor nem
andi við Brekkubæjarskóla.
Hún hefur unnið sér það til frægðar að fá í
tvígang verðlaun fyrir besta botninn í vísna
samkeppni Menntamálastofnunar á Degi ís
lenskrar tungu, fyrst þegar hún var í 8. bekk
og svo aftur þegar hún var í 10. bekk. Ragna
Benedikta er nú nemandi í Verzlunarskól
anum. Hún tók því ljúfmannlega þegar hún
var beðin að svara nokkrum spurningum
um kynni sín af hefðbundna ljóðinu og
var fyrst spurð um bragfræðikennsluna í
Brekkubæjar skóla.
Við fengum mjög mikla kennslu í brag
fræði í 7. bekk, meðan á stóru upplestrar
keppninni stóð. Þá var farið yfir öll helstu
atriðin. Síðan fórum við yfir þetta aftur í 9.
bekk fyrir samræmdu prófin.
Hvernig ljóð finnst þér skemmtilegust?
Mér finnst þau skemmtilegust þessi hefð
bundnu ljóð, með stuðlum og höfuðstöfum
og rími, þegar þau eru samin nákvæmlega
eftir reglunum.
Og hvert er uppáhaldsskáldið?
Mér finnst ljóðin hans Þórarins Eldjárns
mjög skemmtileg. Þegar ég var lítil eign
aðist ég bækurnar hans. Bókin Grannmeti
og Átvextir er enn í miklu uppáhaldi hjá
mér.
Býrðu stundum til ljóð sjálf?
Það er nú ekki mikið. Mér finnst skemmti
legra að búa til ljóð sem eru hefðbundin en
svo finnst mér líka gaman að lesa alls konar
ljóð og velta þeim fyrir mér.
Og hvernig er svo að vera í Versló?
Mér finnst mjög gaman í skólanum. Ég
er á fyrsta ári á náttúrufræðibraut. Ég hef
mikinn áhuga á stærðfræði og öðrum raun
greinum. Íslenska er líka í miklu uppáhaldi,
einkum málfræðin.
Þannig að þú ert fyrir regluverkið?
Já, það er hægt að segja það. RIA.
Hefur tvisvar unnið til verðlauna
Ragna Benedikta Steingrímsdóttir.