Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 23
STUÐLABERG 2/2016 23
Spúnhenda
Verðlaunavísur
Í vorhefti Stuðlabergs var
skorað á hagyrðinga að yrkja spún
hendu og var verð launum heitið.
Fyrstu verðlaun hlýtur Davíð
Hjálmar Haraldsson fyrir tvær spúnhendur
sem eru hvor annarri betri:
Eystra fundust átján dauðar rollur.
Unnur sauð þær niðrí rauðar dollur.
Egill sterki kallast varla kelling,
eldar hann þó oní karla velling.
Önnur verðlaun fær Már Valgeirs son fyrir
þetta framlag:
Skjaldbakan, hún skaust á lokahringnum
skælbrosandi fram úr hrokalingnum.
Þriðju verðlaun koma svo í hlut Rögnu
Guðvarðardóttur fyrir þessa vísu:
Mikið hugvit manna sýnir tíminn
mein ef því svo aftur týnir síminn.
Bókaútgáfan Hólar styrkir Stuðlaberg
með bókagjöf til verðlaunahafanna.
Stuðlaberg óskar þeim til hamingju og
þakkar fyrir þátttökuna. RIA.
Fimm limrur í fimmtán línum
eftir Jón Ingvar Jónsson
Algengt er að hefja limru á því að kynna
mannveru og bústað hennar til sögunnar:
Á Bíldudal sagði hann Bæring:
„Það besta gegn hungri er næring.“
Með belgmikinn kvið
hann bætti svo við:
„Ég held að ég fái mér hræring.“
Það er ótrúlegt að nokkur efist um að þetta
sé limra. Endurtökum svo leikinn og kynnum
mannveru og bústað hennar í fyrstu hendingu:
Limruskáld, Örvar frá Odda,
ætlaði að ríma við Brodda,
sem varð þó að pínu,
því það vantaði línu.
Nú eru hendingarnar aðeins fjórar en sú
síðasta gefur í skyn að sú sem vantar sé þögn.
Hér er því augljóslega um limru að ræða.
Bragfræðin segir að vísu að limra saman
standi af fimm hendingum og að sú fyrsta,
önnur og síðasta myndi endarím og séu
lengri en sú þriðja og fjórða sem einnig
mynda endarím og kallaðar eru skammlínur:
Limran svo langt sem hún nær
er ljóðform með skammlínur tvær
en þessi er ekki með þær.
Vart er hægt að draga í efa að um limru
er að ræða, enda er fjarvera skammlínanna
hreinlega tilkynnt. Næsta limra kynnir fyrst
mannveru og bústað og bendir svo á að fram
hald er óhugsandi vegna gleymsku höfundar:
Hún María, mær ein frá Ghana,
ég man ekki hvað var með hana.
Þetta getur ekki talist annað en limra. Síðasta
dæmið er líka limra sem kynnir mannveru og
bústað í fyrstu hendingu og þar kemur líka
fram að ekkert meira sé hægt að segja:
Um Sigurð á Heiði var hljótt.
Úr væntanlegri vísnabók
Athygli ljóðaunnenda skal vakin á því
að á næsta ári er væntanleg vísnabók eftir
Sigurð Óttar Jónsson. Hér fá lesendur ör
lítið forskot á sæluna:
Meðan treinist ævin ein
ótal mein þá greinast.
Vaskir sveinar bera bein
bak við steininn seinast. JIJ