Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 19

Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 19
STUÐLABERG 2/2016 19 G uð m un du r B er gk vi st Jó ns so n Frá vinstri: Ásta, Fanney og Heiða Guðný. áfram, hrósuðu okkur fyrir vísur og mamma var fljót að leiðrétta okkur ef vísan var ekki rétt kveðin. Reyndar kom það afar sjaldan fyrir, ég kann í sjálfu sér enga bragfræði, nema þetta með stuðlana og höfuðstafina, en tilfinningin fyrir því hvenær vísa er rétt kveðin og hvenær ekki var fljót að þroskast. Heiða Guðný: Minnistæðast er hvað orðin voru stundum óþjál og treg að raða sér upp. Við hvaða tækifæri notið þið einkum þennan hæfileika? Ásta: Helst ef er hneykslun í mér útaf hé­ gómaskap eða feluleik í öðrum. Þá er ótrú­ lega gaman að búa til vísur, sem hljóma vel í allra eyrum, en svo eru einhverjir sem skilja meininguna á bakvið og eru á nálum að fleiri skilji. Það er alveg yndislegt! Fanney: Aðallega í tengslum við samskipti okkar systra. Heiða er mjög dugleg við að senda okkur hinum vísur og þá rennur mér blóðið til skyldunnar og svara fyrir mig. Einstaka sinnum hef ég líka verið beðin um vísu í einhverju ákveðnu tilefni og þá reyni ég að verða við því. Besti tíminn til að yrkja er þegar maður er einhvers staðar einn með sjálfum sér, svo sem á löngum bílferðum. Heiða Guðný: Ég yrki helst ef ég er beðin um það, eins og fyrir hagyrðingamót eða ein­ hverjar samkomur og svo bara þegar ég er í stuði, mikið á löngum og tilbreytingarlitlum vinnudögum á traktorunum, þá er fínasta af­ þreying að pirra systur mínar með vísum. Getið þið nefnt dæmi um sérstök atvik sem hafa komið upp í tengslum við yrkingarnar? Ásta: Man ekkert sérstakt í augnablikinu. Þetta gleymist nú býsna fljótt þó manni finnst það smellið þar og þá. Fanney: Fyrir mörgum árum sat ég í sveit­ arstjórn eitt kjörtímabil. Það var skemmtileg reynsla og eitt af því sem fylgdi starfinu var að fyrsta haustið var ég ásamt tveimur öðrum ný­ liðum send á námskeið fyrir nýja sveitarstjórn­ armenn. Þetta var tveggja daga námskeið, haldið á þremur stöðum á landinu og notast við fjarfundabúnað, þar sem fyrirlesararnir voru á mismunandi stöðum. Svo skemmtilega vildi til að Heiða systir var á sama námskeiði, en hvor á sínum staðnum á landinu. Við vorum því með símana uppi við og sendum eina og eina vísu á milli – svona þegar athyglin tók að flökta. Námskeiðið byrjaði snemma morguns og því komum við flest á staðinn kvöldið áður og mættum vel upplögð og í betri gallanum í fyrirlestrasalinn. Þegar fyrsti dagskrárliður­ inn var nýhafinn birtist ónefndur sveitarstjóri í salnum. Hann hafði greinilega tekið þann kostinn að sofa heima, þurft að leggja snemma af stað og bar þess nokkur merki að hafa lík­ lega ekki eytt löngum tíma í að hafa sig til um morguninn. Til að mynda var hann í snjáðri flíspeysu sem var löðrandi í hundahárum og stakk óneitanlega dálítið í stúf við hina fundar­ mennina. Ég eygði smugu til að skemmta mér aðeins á annarra kostnað og sendi Heiðu eftir­ farandi vísu: Sveitarstjórinn stormaði inn, stuttan eftir blundinn. Hafði tekið hundinn sinn, hálfan með á fundinn. Þetta hefði verið allt í lagi nema fyrir það að við hliðina á mér sat vinur minn sem er hlát­ urmildur með afbrigðum. Hann rak augun í að ég var eitthvað að skrifa, las vísuna og fékk

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.