Stuðlaberg - 01.12.2016, Síða 25
STUÐLABERG 2/2016 25
tíma til hugar komið að kalla mig skáld, þá
hefði jeg kallað mig kvenna skáld, því mín
kvæði eru meira gjörð fyrir stúlkurnar, en
fyrir þessa sjergæðinga, enda sje jeg hvað þeir
öfunda hvað kvæði mín ganga vel út, og hvað
jeg er innundir hjá kvennþjóðinni á Íslandi“
(Símon Bjarnarson 1874:74).
Í svari Símonar kemur glöggt fram að hann
vill ekki telja sig til skálda hins nýja tíma;
hann lítur á sig sem alþýðuskáld sem kveður
með þeim hætti sem alþýðan hafði vanist,
þekkti best og vildi heyra.
Jón Ólafsson er þó ekki af baki dottinn og
árið 1877 fagnar hann: „Landhreinsun mikil
má það teljast í bókmentum vorum, ef að það
er sönn fregn, sem oss hefir munnlega borizt,
að ið alræmda leirskáld Símon Bjarnarson, er
kallaði sig sjálfr „Dala-skáld“ sje látinn.“ Það
kemur þó fram í þessari grein að Jón telur að
Símon hefði getað gert betur sem komi fram
í eftirmælum eftir dóttur hans og þau hafi
verið „látlaus og viðkvæm og jafnvel – hor
tittalaus!!“ (Jón Ólafsson 1877:164).
Símon sér sig tilneyddan að svara Jóni og
bendir enn á vinsældir sínar hjá lærðum og
leikum en sakar Jón á móti um ritstuld og
lélegan skáldskap og sæmir hann nafninu
„Alaskaskáld!!“ honum til háðungar (Símon
Bjarnarson 1878:47-48).
Raunar hefur varðveist vísa eftir Símon
sem sýnir að honum var ljóst að hæfileikar
hans voru meiri en hann bar alla jafna á torg
(Árni G. Eylands 1951:85):
Einn bezt skilja þú munt það,
þengill dýrðar hæða,
mjög að hef ég misbrúkað
mína gáfu kvæða.
Ýmsir brugðust við Símoni til varnar, meðal
annarra Matthías Jochumsson sem fullyrti að
gullkorn fyndust í ljóðum Dalaskáldsins en
BóluHjálmar launaði honum þau ummæli
með níðvísu.
Lengi síðan átti Símon í vök að verjast. Árið
1906 birtist mynd af Símoni í tímaritinu Óðni.
Litlu síðar birti ritstjóri þess, Þorsteinn Gísla
son, stutta grein þar sem kom fram að ýmsir
lesendur hefðu hneykslast á þeirri mynd
birtingu. Ritstjórinn baðst þó ekki vægðar en
fullyrti að mynd Símonar eigi að geymast.
„Hann er síðasti fulltrúi æfagamallar kveð
skaparstefnu og þjóðkærrar hjer í landi um
langan aldur“ (Símon Dalaskáld 1906:32).
Mun það rétt mat hjá ritstjóranum.
Það var svo ekki fyrr en eftir að Símon var
allur að menn létu falla niður svigurmælin og
drógu það fremur fram sem prýddi hann en
það sem lýtti. Tvenn eftirmæli birtust strax
eftir dauða hans, eftir Jens Sæmundsson í Vísi
og Gísla Ólafsson í Ísafold. Matthías kvaddi
Símon með eftirmælum og falleg eftirmæli
Jóns Magnússonar eru í ljóðabók hans Blá
skógar. Í vinstri dálki á næstu blaðsíðu er ljóð
Jens, skáldbróður Símonar, undir hætti sem
Dalaskáldið kunni að meta (Jens Sæmunds
son 1916:4). Sjá einnig heimildaskrá á næstu
síðu.
Þórður Helgason
Símon Dalaskáld um fertugt.