Úrval - 01.12.1962, Side 20
28
minni þér, skaltu vísa þar gagn-
kvæmt til þeirra með því að skrá-
setja þær undir nokkrar mis-
munandi flokkanir. Reyndu að
festa við upplýsingarnar eins
marga króka og mögulegt er,
sem þú getur síðan krækt í að
vild.“
Sé um nafn að ræða, skaltu til
dæmis ganga fyrst úr skugga um,
að þú hafir nú heyrt það rétt.
Láttu endurtaka það, ef nauðsyn
krefur. Þannig færðu „heyrnar-
krók“ til þess að krækja í í minni
þínu síðar meir, þ. e. þú hefur
þá skynjað greinilega, hvernig
nafnið hljómar. Síðan skaltu
nota nafnið í samtali þínu, helzt
nokkrum sinnum. Þannig færðu
„heyrnarkrók“, sem krækja má
i siðar meir, eða þú minnist þess
með öðrum orðum, hvernig varir
þínar og tunga hreyfðust, þegar
þú nefndir nafn þetta. Og síðan
skaltu skrifa nafnið við fyrsta
tækifæri .Þannig berst þér í
hendur nokkurs konar „sjónar-
krókur“, og um leið styrkist
hreyfiminningin, þ. e. minningin
um hreyfinguna, sem þú gerðir,
þegar þú skrifaðir nafnið.
Ekki skaltu láta þetta gott
heita, ef þú ert ákveðinn í að
muna nafn þetta skilyrðislaust.
Settu persónu þá, sem nafnið
ber, í samband við einhverja
vissa staði, t. d. hvar þú hittir
hana, hvar hún vinnur, og einnig
ÚRVAL
við annað fólk, t. d. sameiginlega
vini, manneskjuna, sem kynnti
þig fyrir persónu þessari. Margt
fólk álitur, að konum gangi betur
að muna nöfn en körlurn, vegna
þess að þær reyna ósjálfrátt að
setja fólk það, sem þær kynnast,
í samband við einhverja, sem
þær þekkja nú þegar eða hafa
heyrt getið um áður.
Þessa margföldu skrásetningar-
aðferð má nota með jafngóðum
árangri við hvers kyns upplýs-
ingar. Um þetta segir dr. Birren:
„Á því fleiri vegu, sem þú festir
staðreynd, persónu, dagsetningu
eða eitthvert annað atriði þér í
minni, þeim mun auðveldara
mun það reynast fyrir þig að
finna atriði þetta aftur, þegar
þú þarfnast þess.“
Þegar þú segir, að þú getir ekki
munað eitthvað, sem þú lærðir
þó raunverulega einhvern tima,
áttu við, að þér gangi erfiðlega
að finna það í spjaldskrárskáp-
um minnisins og leggja það á
skrifborðsplötu meðvitundarinn-
ar. Dr. Birren ráðleggur þá, að
ekki skuli haldið áfram að þreifa
stöðugt fyrir sér í sama skápn-
um, heldur skuli ímyndunarafl-
inu gefinn nokkuð laus taumur-
inn. Hann ráðleggur manni að
hugsa aftur til þess tíma, þegar
þessi vitneskja barst manni eða
þegar maður notfærði sér hana
síðast. Hvers konar minnistengsl