Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 171
HIN DULARFULLA REIKISTJARNA PLUTO
inn Vladimir Kourganoff kom
með skýringu. Hann fór nákvæm-
lega yfir útreikninga Lowells og
Piclierings og komst að því, að
háðir höfðu reitt sig á þær 18
athuganir, sem gerðar höfðu
verið á Úranusi áður en vissa
var fengin á því að hann var
reikistjarna. Þessar snemmgerðu
athuganir sýna mikið talnafargan
til óþurftar. En þær höfðu bent
til, að því er virtist, sérstaklega
mikilla truflandi áhrifa á Úranus
vegna mikillar nálægðar við
Plútó. Af athugunum 18. aldar
verður ekkert áreiðanlega ráðið
hvert efnismagn Plútós er.
Útreikningarnir á efnismagni
Plúíós, sem byggðir eru á athug-
uðum stöðum hinna tveggja ytri
reikistjarna, geta aldrei orðið
áreiðanlegri en athuganirnar,
sem þeir eru byggðir á. Þeir W.
J. Eckert frá Watson reiknistof-
unni, Dirk Brouwer við Jale há-
skóla og G. M. Clemence við at-
hugunarstöð sjóhers Bandaríkj-
anna hafa nýlega sett í gang raf-
eindavél og á hún að reilcna út
staði hinna ytri reikistjarna frá
1653 til 2060. Með þetta fyrir
augum áætluðu þeir Plútó efnis-
magn, sem var aðeins minna en
jarðar. L. R. Wylie við athugun-
arstöð sjóherins hafði fengið
þetta efnimagn með útreikning-
um. Þeir sáu, að þetta gat stað-
izt með hliðsjón af reiknuðum og
179
athuguðum stöðum N'eptúnuss
og Úranuss.
Stjörnufræðingar gerðu sig
sennilega ánægða með þetta, ef
ekki kæmi til röð frábrugðinna
athugana, sem Gerard P. Kuiper
við athugunarstöðina í Jerkes
gérði í marz 1950.
Kuiper notaði 200 þumlunga
stjörnusjána “á Palomarfjalli með
aðstoð Miltons Humasens. Af
mynd Plútós réðu þeir, að hann
væri 3600 mílur í þvermál, en það
er heldur minna en hálfur þver-
mælir jarðar.
Ef efnismagn Plútós væri jafnt
efnismagni jarðar, þá ætti þétt-
leikinn samkvæmt þessum þver-
mæli að vera 10 sinnum meiri en
þéttleiki jarðar. Sá óhemju þétt-
leiki, sem er 5 sinnum meiri en
blýs, er harla ósennilegur í
hrietti, sem tilheyrir sólkerfinu.
Gat eitthvað verið bogið við mæl-
ingarnar á þveTmáli Plútós?
Diusmore Alter við athugunar-
stöðina í Los Angeles benti á, að
ef Plútó endurkastaði ljósi líkt og
fægð kúlulega gerir, þá hefði
Kuiper ekki séð kringiu Plútós,
heldur endurkastaða mynd af
sólinni. Engin ástæða er þó til að
ætla að yfirborð Plútós sé óeðli-
lega slétt. ískennt yfirborð léti
fljótlega undan hitabreytingum,
áníðslu og skothríð halastjörnu-
efna.