Úrval - 01.12.1962, Síða 170
178
daufari en búizt hafði verið við.
Plútó var næstum því 1000 sinn-
um daufari en Neptúnus, sem þó
yrði að vera 5 sinnum bjartari
en hann er til þess að vera sjá-
anlegur með berum augum.
Stjörnufræðingar voru ruglaðir
í ríminu. Ef Plútó var daufur
vegna lítillar fyrirferðar þá var
hann sennilega ekki mjög efnis-
mikill, en þá gat hann heldur
ekki hafa haft þau áhrif á Úranus
og Neptúnus að hann sjálfur
fyndist þeirra vegna með út-
reikningi. Ef Plútó var lítill og
efnismikill þá var þéttleiki hans
óvenjulega mikill. Ef Plútó var
aftur á móti stór um sig en þó
daufur, þá var endurskin hans
minna en vænta mátti.
Fyrst var að ákveða efnismagn
Plútós. Hreyfingar fyigihnatta
Úranuss og Neptúnuss segja ná-
kvæmlega til um efnismagn
móðurhnattanna hvors um sig.
En engir hnettir fylgdu Plútó, að
því er virtist. Efnismagn hans
varð því að ákveða óbeint. Af
truflandi áhrifum hans á Úranus
og Neptúnus. Á næstum tveimur
öldum síðan Úranus fannst og
einni öld síðan Neptúnus fannst,
hefur Plútó valdið svo örlitlum
breytingum á stöðum þeirra, að
ekki er hægt að reikna út efnis-
magn hans eftir þeim einum, svo
viðhlítandi sé. Lowell og Pick-
ering höfðu treyst á athuganir
Ú R V A L
sem gerðar höfðu verið á þeim,
áður en vitað var um, að þeir
voru reikistjörnur.
Franski stjörnufræðingurinn
Joseph Jérome Lefrancais de
Lalande hafði gert nokkrar stað-
arákvarðanir af Neptúnusi árið
1795. Hann hélt hann væri fasta-
stjarna vegna hins oddlaga útlits,
honum sást yfir hina hægu hreyf-
ingu hans um himinhvolfið. At-
huganir hans og nútímaathuganir
virðast sýna, að Plútó hafi valdið
sex sekúnda breytingu á lengd
Neptúnuss. Til þess að valda
þeirri breytingu þurfti efnis-
magn Plútós að vera allt að því
jafn mikið og efnismagn jarðar.
Með því að gera ráð fyrir eðlileg-
um skekkjum í athugunum La-
landes var efnismagn Plútós að-
eins á borð við hálft efnismagn
jarðar.
Hið litla sennilega efnismagn
hinnar nýju reikistjörnu kom
nokkrum stjörnufræðingum til að
lýsa því yfir, að hún hefði fund-
izt af slembilukku. Truflandi
áhrif jafn lítils hnattar á aðra
hnetti myndu hverfa í fjölda at-
huganaskekkja yfirleitt. En
hvernig stóð á því, að athuganir
þeirra Lowells og Pickerings,
sem þeir gerðu sjálfstætt hvor
fyrir sig, bentu á samá blettinn
á himinhvolfinu?
Franski stjarneðlisfræðingur-