Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 52
60
þ. e. þeir losnuSu algerlega viS
flogaköstin.
ASferð sú, sem fyrr var lýst,
þ. e. elektróðum er stungið allt
niður í miðheilann, virðist lofa
góðu fyrir sjúklinga þá, sem hafa
skemmdar skyntaugar. Fyrir
nokkrum árum síðan gerðist það
í Los Angeles, að skurðlæknar
komu elektróðum fyrir í sjón-
stöð í heilaberki konu, sem ver-
ið hafði blind í 18 ár vegna ó-
virkrar sjóntaugar. Elektróðurn-
ar voru síðan tengdar við Ijós-
næma rafhlöðu. Þeir kveiktu ljós.
Rafhlaðan breytti því i sending-
ar vægs rafstraums, sem þaut
eftir vírunum til sjónstöðva kon-
unnar. „Ég sé ljós-“ hrópaði
hún.
Nú eru rafeðlisfræðingar við
Augna- og' eyrnasjúkrahús New
Yorkborgar (New York Eye and
Ear Infirmary) að þjálfa apa i
að sýna viðbrögð við mismun-
andi birtu og ljósum. Síðar verð-
ur bundið fyrir augu apanna og
ljósum þessum verður breytt i
rafbylgjur, sem sendar verða til
sjónstöðva þeirra, líkt og lækn-
arnir í Los Angeles gerðu við
hlindu konuna. Ef aparnir sýna
nægilega vel þau viðbrögð, sem
þeir nú sýna gagnvart hinu
raunverulega ljósi, þá munu þeir
þannig augsýnilega ,,sjá“ hin
margvislegu ljósbrigði án þess að
nota augun sjálf. Yfirmaður þess-
ÚR VAL
ara .rannsókna er dr. Jerry Hart
Jacobson. Hann og aðrir þeir,
sem að rannsóknunum vinna,
álíta, að þær kunni að lokum að
gera hinum blindu fært að „lesa“
efni, sem sent verður beint inn
til sjónstöðva þeirra í heilanum
með sérstökum tækjum. Um
þetta segir dr. Jacobson: „Það
eru margar hindranir í vegi fýrir
þessum möguleika, en þetta er
fyrsta skrefið í þessa átt.“
Svipuð aðferð mun kannske
einhvern tíma gera það mögulegt
að heyra án hjálpar heynar-
tauga, þ. e. gera hinum heyrnar-
lausu það fært að heyra, ef til vill
ekki hljómlist eða orð, en tákn-
ræn hljóð og hljóma, sem myndu
gera þeiin það mögulegt að tala
við aðra.
Heilabörkur mannsheilans er
núverandi hámark mannlegrar
þróunar. Taugasérfræðingar álitu
svo fyrrum, að vaxandi stærð
hans veitti okkur meiri greind,
vegna þess að þá hefði hann
orðið fær um að hýsa fjölmargar
sérhæfðar stöðvar fyrir stjórn
sérgreindra hæfileika og starfa.
Þeir álitu, að yrði ein slík stöð,
eitt slíkt svæði, fyrir áverka og
skemmdum, myndi viðkomandi
missa þann sérstaka hæfileika,
sem stöð sú stjórnaði. Þess vegna
var mestur hluti heilans „bann-
svæði“ fyrir meitil heilaskurð-
læknisins.