Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 129
SVOLlTIÐ UM SVITA
137
því að þvo þá oft, raka hárin
af og bera á eitthvert hættulaust
sótthreinsunarlyf, t. d. einhverja
upplaösn, sem inniheldur alu-
minium chloride. TímaritiS
„Which“ (,,Hvað“), útgefið af
Neytendasamtökunum, birti mjög
ýtarlegar upplýsingar um ýms-
ar tegundir svitavarnarlyfja og
lykteyðandi efna og mat á þeim
i febrúarheftinu árið 1960.
Sápur og töflur.
Ekki hefur verið hægt að sýna
fram á það, að lyf, svo sem töfl-
ur, er innihalda blaðgrænu
(chlorophyll) og teknar eru inn,
hafi nokkur áhrif á lykt þessa.
Því er haldið fram, að ýmsar
sápur séu sérstaklega áhrifarík-
ar ge-gn henni, en ekki hafa nein
gild sönnunargögn verið borin
fram þessu til siuðnings. Þó er
það mjög líklegt, að regluleg
notkun sápu, sem inniheldur
hexachlorophane, kunni að hafa
meiri áhrif en venjuleg sápa,
eingöngu vegna þess að dálítið
af hexachlorophane verður eftir
á hörundinu eftir þvottinn og það
hefur reynzt draga úr sýkla-
gróðrinum þar.
Margvíslegar upplýsingar eru
fyrir hendi um svitaútgufunina
og röskun á henni, en samt er
margt enn óupplýst, einkum
ýmislegt, er snertir hina efna-
fræðilegu hlið starfsemi þessarar
og þátt taugakérfisins. Frekari
upplýsingar þessu viðví'kjandi
eru nauðsynlegar, ef við viljum
ná betri tökum á ýmsu þvi, sem
kann stundum úr lagi að fara,
hvað svita og svitaútgufun ólíkra
einstaklinga á hinum ýmsu ald-
ursskeiðum snertir.
Vélpökkuð egg.
Landbúnaðarvísindamönnum við Pennsylvaníuháskóla í Banda-
ríkjunum hefur nú loks tekizt að smíða vét, sem pakkar eggjum,
en fram að þessu hafa eggin ávallt verið handpökkuð.
Vél þessi tekur við eggjunum úr enn öðrum vélum, sem þvo
eggin og flokka. Vélin raðar síðan eggjunum þannig að mjói
endinn snýr niður í pakkahólfi, sem vélin færir svo burt, eftir
að búið er að fylla það. Vél þessi pakkar hvorki meira né mintia
en 3000 eggjurn á klukkustund.