Úrval - 01.12.1962, Síða 57
HVAÐ VEIZTU UM HÁRIÐ Á ÞSR?
65
sterkari. Hópar karla og kvenna
við sama skóla tóku þátt i til-
raunum, sem snertu þessa hjá-
trú. Um 25,000 andlitshár voru
rannsökuð i smásjá alveg reglu-
lega, um 9—10 mánaða tíma.
Mælingarnar leiddu í ljós, að
klipping eða rakstur hafSi engin
áhrif á hárvöxtinn.
Hárið fær lit sinn af litarefni
í húðinni, og er það kallað „mel-
anin“. Líkaminn myndar þetta
litarefni og geymir það í hár-
sekknum. Hárið gránar venju-
lega, þegar við eldumst og líkam-
inn framleiðir minna melanin.
Hin einstöku hár missa ekki lit
sinn, en þegar þau de-yja og detta
af, koma ný hár í þeirra stað,
sem innihalda minna litarefni.
Það er venjulega um einhverja
af þessum þrem orsökum að
ræða, þegar hárið gránar fyrir
aldur fram: 1) likaminn hefur
tekið að erfðum vangetu til þess
að framleiða nægilegt magn hár-
litarefnis fyrir allt æviskeiðið,
2) alvarlegar truflanir taugakerf-
isins, þar á meðal geysilegar á-
hyggjur og mikinn kvíða, 3) sjúk-
dóma, svo sem taugaveiki og
mýraköldu.
Því miður hefur ekki fundizt
nein aðferð til þess að glæða
hæfileika líkamans til þess að
framleiða nægilegt litarefni. Víta-
míngjafir og önnur meðul hafa
reynzt algerlega þýðingarlaus
Stundum hagar hárið sér blátt
áfram furðulega. í bók sinni
„Sjúkdómsgreining og meðferð
hársjúkdóma“ (Diagnosis and
treatment of disease of the hair)
segir dr. Lee McCarthy frá litl-
um dreng, sem fékk stundum
ofsaleg reiðiköst. Hár hans var
rautt, en varð ljósgult 2—3 dög-
um eftir slík reiðiköst. Síðan náði
það sínum eðlilega, rauða lit
nokkrum dögum síðar. Athugun
leiddi í Ijós, að hárin voru full
af loftbólum, sem dr. McCarthy
álítur, að hafi orsakað þessi lita-
skipti.
Það er algengt í kvæðum og
sögum, að hár einhverrar sögu-
persónu verði snjóhvitt skyndi-
lega vegna sálarkvala. Hingað til
hafa læknar álitið slikt algerlega
ómögulegt líkamlega séð. En nú
nýlega hefur það ve-rið staðfest
vísindalega, að þetta er mögulegt.
Ýmsir læknar hafa rannsakað
slík fyrirbrigði hjá einstakling-
um, og velþekktir læknar, svo
sem dr. Hamilton Montgomery
við Mayosjúkrahúsið, viður-
kenna, að þótt ofsahröð myndun
örsmárra loftbóla í hárunum
virðist vera orsök litaskiptanna,
þá þurfi frekari rannsóknir að
eiga sér stað, áður en full skýr-
ing fæst á þessu fyrirbrigði.
Við notum venjulega líkinga-
mál, þegar við segjum, að hár
einhvers hafi blátt áfram „risið“.