Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 67
KRABBAMEIN
OG VINDLINGAR
75
vindlingareykingavenjum, þar
með talið innsog reysins, eða
hvort um það er að ræða, að ólík
likanisbygging kvenna dragi úr
móttækileika þeirra fyrir lungna-
krabba.
Ein af algengustu mótbárunum
gegn sambandinu milli vindlinga-
reykinga og lungnakrabba er sú,
að staðtölulegu tengslin milli
þeirra takmarkist ekki við þettta
tvennt. Mótbára þessi grund-
vallast á þeirri athugun, að vindl-
ingareykingar hafi ekki eingöngu
áhrif á lungnakrabba, heldur
einnig króniskt lungnakvef
(bronkitis), krabbamein í vél-
inda, sár í maga og skeifugörn
og kransæðasjúkdóma.
Athyglisvert samband.
En samt er um að ræða alveg
sérstakt samband milli vindlinga-
reykinga og lungnakrabba. Það
eru tíu sinnum meiri líkur til,
að þeir, sem vindlinga reykja,
deyi úr lungnakrabba en þeir,
sem reykja þá ekki, en aðeins
3,3 sinnum meiri likur til að
banameinið verði króniskt
iungnakvef, 2,8 sinnum meiri
iíkur til, að það verði hjartasjúk-
dómur.
Það virðist sanngjarnt að taka
hlutfallstölur þessar til greina,
þegar reynt er að dæma um þetta
sérstaka samband. Einnig verður
að hafa það í huga, að tóbak,
sem er mjög flókið efni, kann
einnig að innihalda önnur efni,
sem valda ef til vill mörgum sjúk-
dómum. Það er ekki sjálfsagður
hluíur liffræðilega séð, að eitt
efni valdi aðeins einum sjúk-
dómi.
Sumum finnst skýringin á of-
angreindu sambandi milli vind-
lingareykinga og lungnakrabba
elcki vera nægilega sannfærandi
að svo komnu máli, af því að
ekki er vitað um „orsök“ krabba-
meins. Það virðist sem með orð-
inu „orsök“ sé hér átt við, að
ekki sé enn fyrir hendi næg
þekking eða skilningur á öllu
hinu flókna starfi frumanna, líf-
efnafræðilega né lífeðlisfræði-
lega, til þess, að við megum
skilja algerlega, hvernig eðlileg
frurna breytist í krabbameins-
frumu.
En enginn efast samt um, að
eituráhrif anilinlita geta fram-
kallað krabbamein í þvagblöðru,
og að þeir, sem 1 krómiðnaðinum
vinna, eiga það fremur á hættu
en aðrir að fá lungnakrabba..
Skortur fullkominnar þekkingar
á frumustarfseminni hefur ekki
komið í veg fyrir, að gripið hefur
verið til varnarráðstafana til þess
að draga úr krabbameinshætt-
unni við þessi störf.
I rauninni eru sönnunargögn
þau, sem notuð hafa verið til