Úrval - 01.12.1962, Side 115
SANNLEIKURINN UM MOBY DICK
123
aðist Jjað. Skipverja setti liljóða
af ugg og undrun.
Chase stýrimaður rauf þögn-
ina, og kailaði til hásetans, sem
við stýrið stóð, að leggja það
hart fyrir. Það virtist eina hugs-
anlega ráðið til að verða ekki á
leið hvalsins, en dugði ekki að
heldur. Tröllhvelið rann á skipið,
rak hausinn i það rétt fyrir aft-
an stefnið af feiknakrafti. Það
hnykktist til, nam staðar í svip
og titraði frá stefni að skut, en
tók svo aftur skriðinn.
Sumir hásetanna féllu við
áreksturinn, en Chase stýrimað-
ur greip um borðstokkinn og
stóð. Og enn nötraði skipið,
þegar hvalurinn synti undir það
og strauk bakinu við kjölinn.
„Hann hefur brotið stefnið úr
skipinu . . .“ hrópaði einhver
frammi á, „og stendur þar svo
fastur!“
„Vitleysa . . .“ svöruðu aðrir
á hléborða. „Hann er að koma
úr kafi hérna megin. Það lítur
út fyrir að hann eigi ekki langt
eftir.“
Chase og liienn hans gengu út
að borðstokknum á hléborða.
Hvalurinn lá þá hreyfingarlaus
í vatnsskorpunni, um fimmtíu
metra frá skipinu, en tók svo
skyndilega kipp.
„Það eru dauðateygjurnar,"
varð einhverjum að orði.
Chase stýrimaður g'reip báðum
höndum um borðstokkinn, þegar
tröllhvelið hóf aftur bæxlagang-
inn og skellti saman sltoltunum,
en sjórinn umhverfis það varð
ein freyðandi hringiða.
„Dáuðteygjur — ég held nú
siður,“ svaraði Paterson skutlari.
„Hann er snarbrjálaður af reiði
og sársauka, og annað ekki.“
„Hann kemur enn . . .“ hrópaði
einliver aftur á.
Tryllt af reiði lagði hvíthvcl-
ið enn til atlágu við skipið, með
hinn mik’a haus sinn til hálfs
upp úr vatnsskorpunni, og var
svo mikill skriður þess, að boða-
föllin gengu allt í kringum það.
Stýriniaðurinn kallaði enn að
stýrið skyldi lagt hart fyrir, í
von um að takast mætti að víkja
skipinu undan. En það fór á
sömu.lund og áður, skipið hafði
e-kki breytt stefnu, þegar tröll-
hvelið hvíta stangaði það með
hausnum. Það snarstanzaði, eins
og strandað á skeri, og um leið
tók það mjög að hallast.
Það sýndi sig við skyndiathug-
un, að bógur byrðingsins hafði
rifnað og' sjór féll inn í lestarn-
ar. Jafnvel Cliase fyrsti stýri-
maður varð gripinn felmtri og
skelfingu. Þar eð hann taldi víst
að skipið mundi sökkva, bauð
hann að bátunum skyldi rennt
fyrir borð, en ekki hafði þó tek-
izt að sjósetja nema einn þeirra,
þegar skipið hafði fengið svo