Úrval - 01.12.1962, Page 51
KÖNNUN Á HEILA LIFANDI MANNA
59
ur frumur þær, sem um er að
ræða, með því að stinga einangr-
aðri nál eða prjóni inn í heil-
ann alit að globus pallidus eða
thalamus, og' svo tekur hann
taugar úr sambandi til bráða-
birgða með því að frysta frum-
urnar með fljótandi köfnunar-
efni við frostmark á Celsíus.
Hafi þetta bót í för með sér,
eyðileggur hann frumurnar til
frambúðar með fljótandi fryst-
ingu við 50—80 stiga frost á Cel-
síus.
Athyglisverðasta þróunin í
kortlagningu heilans er upp-
götvun taugakerfa, sem stjórna
minninu. Eru þessar minnis-
stöðvar í barkarsvæði heila-
geiranna, sem eru nálægt eyrun-
um. Rannsóknir, sem fram-
kvæmdar voru af dr. Wilder Pen-
field, fyrrverandi formanni
Taugarannsóknastofnunar Mont-
realborgar (Montreal Neurologi-
cal Institute), leiddu í ljós, að i
minnisstöðvum þessum geymum
við ýtarlegar minningar, sem ná
ailt aftur til fyrstu bernsku. Raf-
magnsörvun vefja þessara gerir
það að verkum, að við munum
löngu gleymda atburði og sýnir,
„líkt og byrjað væri að sýna
kvikmynd inn í heilanum“.*
* Sjá: „Rannsakandi manns-
heilans (Explorer of the human
brain) í „Reader’s Digest", júlí-
hefti 1958.
Niðurstöður dr. Penfields eru
mjög mikilvægar fyrir þá, sem
þjást af taugasjúkdómum, t. d.
flogaveiki. Flogaköst virðast
fylgja á eftir skyndilegum, ofsa-
legum rafhöggum frá vissum
heiiafrumum, frumum, sem eru
oftast skemmdar vegna súrefnis-
skorts við fæðingu eða hafa
skemmzt við sýkingu eða meiðsii.
Oft er örfun sú furðuleg og
dularfull, sem veldur þessum
flogaköstum. í sumum tilfellum
er það eitthvað visst, sem sjúkl-
ingurinn sér eða heyrir, sem
nægir til þess að valda slíku
kasti. Einn flogaveikur sjúkling-
ur fékk til dæmis aiitaf floga-
kast, þegar hann heyrði vissan
kafla úr Varsjárkonsertinum.
Öðrum nægja vissar minningar,
draumar eða ofskynjanir til þess,
að flogakast hefjist.
Dr. Penfield uppgötvaði, að
rafmagnsörvun ofangreindra
heilageira getur með hjálp sjúkl-
ingsins haft upp á þeirri sérstöku
minningu eða þeim draumi, sem
fiogaköstunum veldur. Skurð-
læknirinn sker þá litla sneið úr
heilavefnum, ef mögulegt er fyrir
sjúklinginn að vera án hennar.
Dr. Penfield hefur skýrt frá jiví,
að af 1000 sjúklingum, sem enga
bót fengu við aðrar læknisað-
ferðir, hafi um helmnigur fengið
algera bót eftir þessa aðgerð,