Úrval - 01.12.1962, Side 158
166
var eins og rósagarður, saman-
boriS við kofann. Sængurkonan
lá í eins konar móki, og var svo
óhrein, að Murrough hryllti við.
Æðaslögin urðu. varla fundin.
Hún var sem sagt að dauða kom-
in. Murrough skipaði bónda að
bæta viði á eldinn, en þegar hann
bað um þvottaskál til að hita í
vatn, var honum svarað því til
að slíkt áhald fyrirfyndist ekki
á heimilinu. Sama máli gegndi um
handklæði og sápu. Það var nokk-
urnveginn öruggt að þessi fjöl-
skylda lét rigninguna um það að
þvo af sér skítinn.
Þegar Murrough hafði sent
bóndann eftir þessu til nágrann-
ans og lokið aðgerðinni, átti hann
ekki annars úrkosta, en doka við
og bíða þess að konan andaðist.
Hann notaði tímann til þess' að
láta bóndann fara út með kvik-
fénaðinn, hreinsa dálítið til inni
í kofanum og þvo krökkunum.
Loks gat hann ekki beðið lengur,
og þar sem hann gat ekki heldur
gert neitt frekar fyrir konuna,
kvaddi hann bónda, sagðist koma
í læknisvitjun á bæ þar skammt
frá kvöldið eftir, og tók það lof-
orð af honum, að hann skryppi
þangað og léti sig vita hvernig
konunni liði.
Murrough hélt síðan heim,
sannfærður um að þær fréttir
gætu ekki orðið nema á einn veg.
En þar skjátlaðist honum. Bóndi
ÚRVAL
stóð við loforð sitt. „Henni líð-
ur prýðilega, læknir,“ sagði hann,
þegar þeir hittust aftur kvöldið
eftir. „Ivomin á fætur og farin
að sinna húsverkunum .. .“
Murrough læknir trúði bókstaf-
lega ekki orðum hans. Hann varð
honum því samferða heim — og
þar sá hann það eigin augum að
bóndinn hafði sagt satt. Konan
var komin á ról og farin að sinna
húsverkunum, að vísu mjög föl
og máttfarin. Og kálfarnir voru
konmir aftur á básinn og grís-
irnir í stíuna og krakkarnir
skítugri en nokkru sinni fyrr.
Lifið í kofanum var sem sagt
komið aftur í eðlilegt horf.
Iíeisaraskurður er algeng lækn-
isaðgerð. En sú læknisaðgerð er
yfirleitt ekki framkvæmd nema
við góðar aðstæður og með þjálf-
uðum starfskröftum, skurðlækn-
irinn verður ekki einungis að
hafa til umráða góða slcurðstofu,
búna öllum nauðsynlegum tækj-
um, heldur og tvo aðstoðarlækna,
svæfingarlækni og þrjár eða fjór-
ar hjúkrunarkonur. Nauðsynlegt
er og að aðgerðin hafi verið á-
kveðin í tæka tíð að undan-
gengnum athugunum og rann-
sókn, og að hún sé framkvæmd
áður en fæðingarhríðirnar hefj-
ast.
Murrough gerði sinn fyrsta
keisaraskurð á aðfangadagskvöld,
árið 1897, i baðstofu á bænda-