Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 111
SANNLEIKURINN UM MOBY DICK
119
Þegar bátarnir voru ura fimm-
tíu metra frá hvalavöðunni,
stýrði Chappel til hægri við
hana, en Chase til vinstri. Poll-
ard stýrði sínum langbát beint að
vöðunni.
Ferlíkin miklu tágu hreyfing-
arlaus í vatnsskorpunni, í eins-
konar mólci að þvi er virtist.
Þegar Cliase stýrði báti sínum
meðfram ])essum tröllauknu
skrokkum, varð honum, ein-
hverra hluta vegna, venju frem-
ur hugsað um hætturnar, sem
veiðum þessum voru samfara.
Hann hafði verið sjónarvitni að
því, er þessi miklu ferlíki ærð-
ust við skutulsárið, glenntu upp
aitennta skoltana og snerust til
atlögu gegn fjendum sínuin. Þess-
ir hræðilegu kjálkar höfðu ekki
mikið fyrir þvi að kubba sundur
einn langbát.
Legði hvalurinn hins vegar á
flótta, og það gerði hann oftast,
dró hann bátinn á eftir sér.
Stundum varð áhöfnin að streit-
ast við með árunum í fullt dægur,
áður en hvalurinn gafst upp.
Og þegar hvalurinn loks var
dauður, var eins vist að hann
sykki. áður en bátshöfninni tókst
að róa með hann að skipinu,
festa hann og dæla lofti í
skrokkinn.
Stundum livessti líka svo
skyndilega, að skera varð hann
úr toginu.
Það var og erfitt verk og mikl-
um örðugleikum bundið, að slcera
hvalinn og ná flykkjunum um
borð, flensa rengið og ná hinu
dýrmæta lýsi úr hauskúpunni.
Chase hrökk upp af hug'sunum
sínum við það að kippt var í ermi
hans. Skutlarinn á báti hans,
negrinn Richard Paterson, benti
þegjandi með skutli sínum inn
í hvalavöðuna. Um það bil sjötiu
og fimm metra undan reis ferlíki
hæg't úr sj’ó, svo mikið að helzt
hefði mátt lialda að ey væri.
Hann var að minnsta kosti
þrjátíu fetum lengri en nokkur
hinna hvalanna og helmingi digr-
ari, og ekki líkur neinum þeim
hval, sem Chase hafði áður séð.
Hann var Ijósgrár á skrokkinn,
og stakk þar í stúf við hin búr-
hvelin, sem öl' voru dökkgljá-
andi, og húðin hrukkótt eins og
á öldruðum manni.
„Hvilík skepna . . .“ Stýrimað-
urinn starði á tröllhvalinn og
kvað nú við bölv og upphrópanir,
þegar bátsverjar komu auga á
hann. Chase veitti því athygli að
bátinn rak frá fyrir straumi, og
sá að þeir höfðu gleymt sér og
lagt upp árarnar. Flann bað þá
ranka við sér og róa enn.
Þá varð nokkur þögn, þangað
til einn bátsverja mælti stundar-
hátt: „Ekki leggjum við í þennan
. . .“ Chase var ekki viss um
hvort heldur hann átti að taka