Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 27
OGLEYMANLEGUR MAÐUR
l
35
Meðal eskimóa, með ferðasögu
hans. í þessari bók benti Yil-
hjálmur á það, að hver hefur
til síns ágætis nokkuð, ef við
kunnum að meta það, og notfæra
okkur það. Hið „frosna norður“
væri alls ekki frosið, þó snjór
væri þar á fjöllum. Dalirnir væru
sveipaðir grasi og fögrum blóm-
um, með litadýrð vegna langs
sólfars um hásumarið, þó sumar-
ið væri stutt. Bókin var skrifuð
meö fögnuði ungs manns, sem
hefur fundið nýjan sannleika.
Stíllinn var léttur og með feg-
urð einfaldleikans. Þessi bók
mun vera fyrsta bók sem ég las
á ensku og gleymi ég aldrei hvern
feginleik hún veitti mér. Þarna
var maður sem tók upp hanzk-
ann fyrir ísland meðal annarra
norðlægra landa. Hann sagði að
mýrar og móar eins og hér á ís-
landi væru góð lönd og æskileg
undir bú. Þau gætu orðið hag-
lendi heimsins og kjötforðabúr
veraldar, ef þau væru notuð
réttilega.
Eins og fleiri unglingar á ís-
landi, hafði ég lært landafræði,
og fengið hálfgerða minnimáttar-
tilfinningu af því að hér yxu
ekki tré og ekki korn. En skiln-
ingur okkar á landafræði var þá
mótaður af Dönúm, sem töldu
öll lönd, sem væru öðru vísi en
Danmörk, litt byggileg og afkára-
leg.
Vorum við íslendingar svo
tröllriðnir af þessum danska út-
skaga hugsunarhætti, að menn
deildu um það í fullri alvöru,
hvort tré gætu vaxið hér, þó um
allt land væri kjarrskógur, sem
ekki hafði tekizt að útrýma með
1000 ára sauðbeit, áníðslu og
öfugrækt skógarhöggsins, sem
ætíð felldi beztu trén.
Hófst snörp deila um þessar
kenningar Vilhjálms viðs vegar
um heim, og sögðu margir að
hann ætti eftir að sýna það að
hann gæti lifað á ísnum, því hann
hafi aðeins verið á landi, og var
það rétt.
Fór hann því þegar næsta ár
í nýjan leiðangur. Óskaði Kana-
dastjórn að kosta hann, og var
það mikill virðingarvottur. Skyldi
nú vel vanda til alls og fékk hann
gnótt fjár og þrjú skip til umráða.
Var hann í þvi ferðalagi frá 1913
til 1918. Stærsta skip hans: Kar-
luk, fórst í ís, en skipstjóri þess
braut gegn fyrirmælum Vil-
hjálms. Fórst þar meginið af vis-
indatækjum leiðangursins. Dr.
Anderson, sem var stjórnandi
leiðangursins, næstur Vilhjálmi,
gerði uppreist og neitaði að láta
hann hafa nokkur af tækjum
þeim er hann hafði umráðyfir,og
varð af fjandskapur frá hans
hálfu. Tafðist Vilhjálmur mikið
við þetta, én loks þann 22. marz
1914 lagði hann út á hafísinn