Úrval - 01.12.1962, Side 71
A AÐ AFNEMA BERNSKUNA?
79
Sérstaklega er lagt hart að
börnum okkar á þennan hátt á
sviði menntunarinnar. Kennar-
ar, leiðbeinendur og sálfræðing-
ar segja ljótar sögur um metn-
aSargjarna foreldra, sem vilja
láta reka börn sín áfram meS
harðri hendi í skóla, krefjast
meiri heimavinnu fyrir þau og
þyngra náms í raunvísindagrein-
um og tungumálum. ASrir leggja
geysilega áherzlu á einkunnir
barna sinna, jafnvel í fyrstu
bekkjum barnaskólans. MóSir
nokkur réSist að skólastjóra í
ofsareiSi, vegna þess aS barn
hennar, sem var i 3. bekk barna-
skólans, fékk lélega einkunn í
teikningu.
„Gerið þér ySur ekki grein
fyrir því,“ spurSi móSirin skóla-
stjórann, „aS þessi einkunn mun
fylgja barninu allt upp i mennta-
skólann'?“
Sumir foreldrar geta alls ekki
beðiS þess, að börn þeirra nái til-
skildum skólaaldri. í mörgum
skólahverfum verður barniS aS
hafa náS fimm ára aldri til þess
aS vera tækt í hina opinberu
smábarnaskóla. Mörg börn ná
fimm ára aldri skömmu eftir
dagsetningu þá, sem inntakan
miSast viS.
Skólastjóri nokkur mælti við
mig á þessa leiS þessu máli við-
víkjandi: „Mæður þessara barna
leggja ótrúlega hart að okkur til
þess að fá börn þessi innrituð,
þóttt þau hafi ekki náð fullum
fimm ára aldri. Ég segi þeim þá,
að barn á þessu aldursskeiði hafi
oft ekki öðlazt sömu námsgetu
og' tilvonandi skólasystkini þess,
þótt það sé aðeins nokkrum
mánuðum yngra en þau, og þvi
geti skólaganga þess haft þau
áhrif á það, að því finnist það
vera „heimskt". Með því að biða
geta foreldrar veitt barni sínu
tækifæri til þess að standa sig
vel, þannig að það venjist þvi
fremur að sýna góðan náms-
árangur en lélegan. En foreldr-
arnir geta ekki um annaS hugs-
að, en að barniS sé að „missa
heilt ár“.
Börnin smitast af áhyg'gjum
foreldranna. Börn í 10 ára bekk
lesa ofboðslega undir venjuleg
próf, líkt og um væri að ræða
samkeppnispróf um háskóla-
styrk. Ekki er langt síðan, að
upp komst um þrjú börn, sem
breytt höfðu einkunnum á eink-
unnarspjöldum sínum. Ekkert
þeirra hafði falliS. Þau höfðu
breytt B — í B +. Og skólasál-
fræðingur við unglingaskóla
(yngri deild gagnfræðaskóla)
hefur skýrt frá þvi, að daginn
eftir að bæjarblaðið birti lista
yfir 50 æðri menntastofnanir,
sem álitnar væru þær beztu í öllu
landinu, hafi drengir og stúlkur
komið til sin tugum saman með