Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 100
108
ÚR VAL
mjög almennur. Morð er aldrei
lausn frá vanda, heldur leið til
enn verri vanda.
En að mínu áliti, er þó til ein
tegund morðs, sem flestir ætt-
ingjar sætta sig nokkurn veg-
inn við, jafnvel þótt þeir rífist
svo út af erfðaskránni eftir á.
Það er líknarmorð sjúks ættingja,
sem bíður óumflýjanlegs dauða,
sem dregst þó grimmilega og ó-
bærilega á langinn. Dr. J. D. J.
Havard segir líka í bók sinni
„Uppljóstrun leyndra morða“,
að engum lækni, sem gefur út
dánarvottorð, beri óumdeilanleg
skylda til þess að skoða líkið.
„Það er sjálfsagt ekki almennt
vitað,“ segir dr. Havard, „að oft
eru gefin út dánarvottorð, þótt
læknir hins látna hafi alls ekki
séð líkið. Er um að ræða meira
en hundrað þúsund dánarvottorð
árlega.“
Fljótfærnislegur úrskurður
«m dánarorsök.
f riti Greenwoods, „Lög um
líkskoðun og dánarvottorð", sem
gefið var út árið 1928, greinir
hann frá sögu líkskoðunarmanns
nokkurs, en sá staðhæfði, að
læknir nokkur hefði gefið út
dánarvottorð eitt, þar sem tekið
var fram, að sjúklingur hans
hefði dáið úr lungnablæðingu.
Vottorð þetta gaf hann út, eftir
að hann hafði frétt, að sjúkling-
ur þessi, sem hann hafði áður
stundað vegria kvefs, hefði fund-
izt látinn í rúminu með blóðug-
an munn. Síðar komust menn að
því, að sjúklingurinn hafði verið
skorinn á háls. Ómögulegt er að
vita ,hversu mörg dánarvottorð,
sem gefin eru ut eftir hægt and-
lát, eru raunverulega röng, að
vísu ekki svona hrapallega ef
til vill, en venjulega í góðum til-
gangi.
Hinir sérfróðu taka það alltaf
fram að það sé „fullvissan um
uppljóstrun", sem aftri mönnum
helzt frá því að fremja glæpi.
En morðinginn býr ekki yfir
slíkri fullvissu. Jafnvel morðingi
sá, sem finnst, eða sá, sem sjálf-
ur játar á sig glæpinn, sem oft
eru einn og sami maðurinn, veit
fullvel, að aðeins eru hengdir
hér fjórir menn á ári, þótt fram-
in séu 150 morð árlega. Hinir
morðingjarnir eru geðveikir eða
þeir fremja sjálfsmorð, stundum
eru þeir sýknaðir vegna rangrar
málsmeðferðar ákæranda eða þá,
að unnt er að sanna, að þeir séu
„vart ábyrgir gerða sinna“, þótt
þeir séu ekki algerlega geðveikir.
En tveir af hverjum þrem þess-
ara morðingja hafa myrt ein-
hvern ættingja.
Að lokum mætti nefna þá ó-