Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 173
HIN DULARFULLA REIKISTJARNA PLUTO
181
miðjunni, en upphafsreikistjörn-
ur út í átt til jaðranna.
Upphafsreikistjörnur, sem
myndast í svona skýi, þéttast
ekki allar undantekningarlaust
og verða að reikistjörnum. Áhrif
frá upphafsstjörnunni sem valda
sjávarföllum geta verkaö sundr-
andi á einstöku ský og komið í
veg fyrir að þau verði að hnött-
um. Hringakerfi Satúrnuss er
dæmi um hvað skeður við þess-
ar aðstæður. Sundrandi áhrif frá
Satúrnusi koma í veg fyrir, að
efni hringanna verði að tungli.
Hringar Satúrnusar eru þannig
dæmi um kringlótta upphafs-
reikistj örnu.
Samþjöppun efnis gat þó orðið
í upphafsreikistjörnum, ef efni
þeirra náði vissu þéttleikamarki.
Hér þarf rykskýskenningin skýr-
ingar við, til þess að sætta hana
og kunnar staðreyndir. Ef nú-
verandi efni reikistjarnanna og
fylgitungla þeirra væri dreift i
rykkringlu umhverfis sólina, þá
næði þéttleiki skýsins ekki áður-
nefndu tilskyldu marki. Nútíma
kenningar forðast þennan erfið-
leika hugvitsamlega og stinga
upp á því, að efnismagn upphafs-
reikistjarnanna hafi hlotið að
vera miklu meira en efnismagn
reikistjarnanna er nú. Eftir því
sein samþjöppun efnisins miðaði
áfram, sópaði útgeislun sólar
(sem nú var orðin glóandi af
leystri orku) afgangsefni um 99
prósentum af upphafsefni út í
geiminn, en sumpart með upp-
gufun. Þetta sjónarmið styðst við
þá staðreynd, að efnistak úr loft-
lögum reikistjarnanna á sér enn
stað en þó miklum mun hægara.
Léttustu efnin, vetni og helíum,
sem hljóta að hafa verið aðal
fyrirferðarefnin í sólarþokunni
og þá einnigíupphafs-reikistjörn-
unum hafa næstum alveg slopp-
ið burt frá jörðinni, en eftir
urðu örlitlar leifar þyngri efna,
sem nú mýnda efnivið jarðar.
Vegna hraðara efnataps hinna
efnismeiri reikistjarna Júpíters,
Satúrnuss og Neptúniuss,, gátu
þær haldið í hlutfallslega meira
af léttum efnum. Þess vegna er
meðal-þéttleiki þeirra minni.
Júpíter og tunglin hans 12,
er annað dæmi, sem hjálpar
okkur til að sjá, hvernig fram-
haldsþróun sólkerfisins hefur
orðið. Upphafs-Júpíter, stærsta
og efnismesta skýið, sem brotn-
að hefur, frá sólarskýinu, liefur
sjálfur brotnað sundur í mið-
hnött og fylgihnetti. Ytri tunglin
hafa stöðugt orðið lausara tengd
kerfinu, þar til þau sluppu á
brott. Aðeins fimm innstu tunglin
voru kyrr. Þau likjast minni-
háttar sólkerfi enn í dag. Stað-
sett með reglulegu millibili og
snúast öll í sama fleti. Gag'nstætt
þessu eru hin litlu ytri tungl