Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 22
30
Ú R V A L
sökum, að ýmislegt, sem þú get-
ur ómögulega munaS að löngum
fundi loknum, kemur skyndilega
fram 1 huga þér næsta morgun,
þegar þú ert að raka þig-“
Síðan bætir hann viS: „Ég býst
viS, aS þessi staSreynd sé skýr-
ingin á því, aS mörgum önnum
köfnum mönnum finnst sem
minni þeirra sé aS hraka og ótt-
ast því, aS þeir séu aS missa
tökin á viSfangsefnunum. Ég
ráðlegg þeim aS hvíla sig meira,
slaka oftar á. Kvöldstund í leik-
húsinu, athyglisverS skáldsaga
eða aSeins góSur nætursvefn . . •
allt getur þetta orkað sem töfra-
meSal á minni þitt.“
Sníglar útrýma vatnailigresi.
Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneyti Banda-
ríkjanna standa vonir til, að hægt verði að nota snigla til Þess
að útrýma illgresi, sem vex í vötnum. Snigill bessi lifir í Florida-
fylki, og hafa rnenn komizt á snoðir um, að illgresi þrifst ekki
í vötnum þeim og lækjum, er snigillinn lifir i. Þykir sýnt, að
snigillinn geti að sama skapi útrýmt vatnaillgresi í öðrum lönd-
um, sem búa við likt loftslag.
Samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Fort Lauerdale
i Floridafylki, getur snigill þessi, sem vísindamenn kalla „Marisa
cornuarietus L.“, útrýmt flestu vatnaillgresi, sem skaðvæn-
legast er i suðurríkjum Bandaríkjanna og dregið verulega úr
vexti annars. Snigillinn tefur að visu nokkuð fyrir hrísgrjóna-
vexti, þar sem hann er mestur, en þó aðeins fyrstu vikurnar.
Hænsnfuglafjaðrir sem fóðurbætir.
1 Bandaríkjunum er nú farið að nota hænsnfuglafjaðrir í hús-
dýrafóður, en til þessa hefur það alltaf verið talsvert vandamál,
hvað gera skyldi við þessar fjaðrir. I möluðum fjöðrum er mikið
magn af eggjahvítuefnum, og hefur þetta fjaðraduft því reynzt
vel sem fóðurbætir.