Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 113
SANNLEIKURINN UM MOBY DICK
121
„fióið, róið . . .“ öskraði Chase,
og bátsverjar lögðust svo hart á
árarnar að minnstu rnunaði að
stýrimaður hrykki fyrir borð,
vegna viðbragðsins, sem lang-
báturinn tók. Og þó reyndist ekki
nógu hratt skriðið.
Önnur sporðblaðkan hæfði
langbátinn frammi við stefni, og
var það högg svor mikið og hart,
að hann snarsnerist á sjónum
eins og skopparakringla. Arar
þeyttust fyrir borð, nokkrir báts-
verja einnig, en aðrir köstuðust
ofan í austurinn, og flæktust þá
margir í skutullínuna með arma
eða fætur.
Þegar báturinn loks stöðvaðist,
hallaðist hann mjög og bar skut
mun hærra en stefni. Féll sjór
inn um stórt gat á bógi, en Pat-
erson og nokkrum bátsverjum
tókst að troða upp i það trevjum
og öðrum fatnaði, en aðrir áttu
nóg með að losa sig úr skutullín-
unni. Þeir, sem hrokkið höfðu
fyrir tiorð, svámu nú að bátnum
og Chase hjálpaði þeim um borð.
Tveir menn settust undir árar,
en hinir bátsverjar gerðu atlt sem
unnt var til að hatda langbátnum
á floti, þangað til þeir næðu að
móðurskipinu, sem var nú
skammt undan. Stundarkorni síð-
ar lagðist hinn laskaði tangbátur
að hlið þess og áhöfn hans var
bjargað um borð.
Chase og menn hans höfðu lít-
ið um tröllhvelið hugsað meðan
þeir voru að berjast við að halda
langbátnum ofansjávar og bjarga
sjálfum sér. Ekki voru þeir þó
fyrr komnir um borð í „Essex",
en þeir voru á það minntir, því
að spurningunum rigndi yfir þá.
„Það skal þurfa furðulega
heimsku til að vega að hvíthveli,“
sagði einn af skipverjum, og
kenndi ótta í röddinni.
„Við erum dæmdir menn eftir
þetta.“ Það var gamli, dvergvaxni
og hörundsblakki matsveinninn,
sem talaði. Hann hafði gengið
út á þiljur með pott og sleif í
höndum og heyrt fréttirnar.
„Hvað áttu við, Thomas?“
spurði Chase stýrimaður.
Matsveinninn gamli strauk
sinaberri hendinni um hæru-
vaxinn koll sér. „Þú hefðir ekki
átt að leggja til atlögu við hvit-
hvdið, Chase stýrimaður,“ mælti
hann seinlega/„Þau- eru ekki eins
og aðrir hvalir; það er eitthvað
du’arfullt við þau.“
„Ég vil ekki heyra meira rugl,“
sagði Chase stýrimaður reiðilega.
„Konidu þér inn í eldhúsið . . .“
Chase veitti því athygli hve
skipverjar gerðust svipþungir og
kvíðafullir, þegar sögurnar, sem
þeir höfðu heyrt í hafnarknæp-
unum um vfirnáttúrlegt athæfi
hvíthvelisins, rifjaðist upp fyrir
þeim.
Það var ekki laust við að hann