Úrval - 01.12.1962, Side 83
91
MAÐURINN, SEM EKKI FEKK AÐ DEYJA
fimmtudagsins var dr. Leeper
farinn að dæla 1150 mg. af pro-
caine amide í sjúklinginn á
hverri klukkustund. Klukkan
2.00 sieppti hjartað snöggvast úr
þrem hjartaslögum. Það virtist
sem Ivfið hei'ði haft slík deyf-
andi áhrif á viðbrögð hjartans,
að það myndi hætta að slá þá
og þegar. En þáð tók til að slá
að nýju. Frá þeirri stundu barð-
ist dr. Leeper við að halda jafn-
vægi milli hjartastarfsemi sjúkl-
ingsins og iyfjamagnsins. Hann
jók lyfjagjöfina, þegar hjartslátt-
urinn varð einkennilegur og
hraður, en dró úr henni, þegar
hann varð hikandi eða stöðvaðist
snöggvast.
Á fimmtudagskvöldið var
hjarta' Welsh augsýnilega farið
að styrkjast, og dr. Leeper fór
að minnka lyfjagjöfina smám
saman. Að áliðinni næstu nótt
áleit læknirinn, að honum ætti
að vera óhætt að fá sér dálítinn
blund frammi á ganginum fyrir
utan sjúkrastofuna. Hann hafði
ekkert sofið í háifan þriðja sól-
arhring. Hann fyrirskipaði
hjúkrunarkonunni að vekja sig
á klukkustundar fresti. Á föstu-
dagskvöldið fyrirskipaði hann
henni að vekja sig á tveggja tima
fresti.
Þegar komið var fram á sunnu-
dag, var hjarta Welsh orðið nógu
sterkt til þess að þola það, að
skurðurinn á brjóstholinu væri
saumaður saman. Síðari hluta
sama dags fór dr. Leeper heim
í nokkrar klukikustundir. En
hann var í of mikiu uppnámi til
þess að geta fengið sér blund,
og því sneri hann aftur til sjúkra-
hússins, en þar dvaldist hann
síðan allt fram á fimmtudag við
sjúkrabeð Welsh, og var hann
þá búinn að dvelja hjá honum
i átta daga.
Þ. 24. marz, eða 46 dögum eftir
að hann veiktist, gekk Charles
Welsh út úr sjúkrahúsinu. Að
nokkrum vikum liðnum var hann
byrjaður að fara i langar göngu-
ferðir og farinn að æfa sig með
golfkylfunni. „Charlie hefur
mjðg góða möguleika á að lifa
enn i mörg ár,“ segir dr. Leeper.
„Heilsufar hans er svipað og
beirra, sem hafa fengið minni
háttar kransæðastíflu.“
Charles Welsh hefur verið veitt
nýtt tækifæri til þess að lifa líf-
inu, og hann elskar lífið. Hann
gleðst yfir að sjá aðrar mann-
legar verur, að heyra raddir
þeirra, finna yl sólarinnar verma
andlit sitt, finna handtök vina
sinna. „Mér hefur aldrei liðið
betur,“ sagði hann við mig. Sið-
an bætti hann þessum orðum
við, og rödd hans bar vott um
þakklæti og aðdáun: „Þessi
fjárans Ben Leeper. Hann vildi
ekki sleppa mér!“