Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 172
180
Þar sem mælingar Kuipers
verða ekki vefengdar telja
stjörnufræðingar sig verða að
hafna hinum fremur veiku út-
reikningum stjörnuaflfræðinga á
efnismagni Plútós. Með sennileg-
um þéttleika og 3000 milna þver-
máli verður útreiknað efnismagn
hans um það bil 0,03 af efnis-
magni jarðar. Sú ögn efnis gat
ekki hafa valdið þeim truflunum
á brautargöngu Úranuss 1710 sem
þeir Pickering og Lowell höfðu
reitt sig svo mikið á. Hvort Plútó
fannst af tilviljun eða að tilvisun
útreikninga er meirihátttar ráð-
gáta. Brouwer strikar yfir tilvís-
un útreikninganna, telur hana
vera stórfurðulega tilviljun.
Staða Plútós meðal reikistjarna
veikist enn við þá ósammiðja
braut, sem hann gengur. Þegar
Plútó fer inn fyrir braut Nep-
túnuss og kemst í sólnánd, er
hann meira en 1,8 billjón (am.)
mílum nær sólu en joegar hann
kemur í sólfirð. Þar að auki
myndar braut hans meira en 17
gráðu horn við sólbrautarflötinn.
Allt þetta varð til þess að Issei
.Tamamoto við Iíoyoto athugunar-
stöðina tók að hugleiða, hvort
Plútó væri tnngl, sem sloppið
hefði frá Neptúnusi. Skömmu sið-
ar sýndu útreikningar R. A.
Littletons við Cambridge háskóla
fram á að mikil nálægð Plútós
og Tritons, fylgihnattar Nep-
ÚR VAL
túnuss, hefði getað kastað Plútó
út af aðdráttarsviði reikistjörn-
unnar.
Kuiper er sammála um, að
Plútó hafi byrjað tilverú sína
sem fylgihnöttur Neptúnuss, en
hefur stungið upp á því, að hann
hafi komizt út á reikistjörnu-
braut við allt önnur skilyrði. í
týsingu af því upphafi hans, er
Plútó mikið sönnunargagn til út-
skýringar á myndun sólkerfis-
ins, sú hugmynd fær sífellt meiri
stuðning í nútíma stjörnufræði.
Samkvæmt þessari kenningu,
þéttust sólin og reikistjörnurnar
úr útbreiddu efni ryks og gas-
tegunda. Margir hafa tekið þátt í
að endurvekja þessa kennigu,
sem kallast einnig rykskýskenn-
ingin. Kuiper hefur ýtarlega út-
fært kenningu sína um upphafs-
reikistjörnur (fotoplanet).
Sólkerfið byrjaði að myndast
með samdrætti úr köldu skýi
ryks og gastegunda, eigin aðdrátt-
arafl skýsins var að verki. Snún-
ingur skýsins framkallaði mið-
flóttaafl, sem togaði á móti að-
dráttaraflinu, kom í veg fyrir að
það félli saman, og flatti jaframt
úr því, það varð að kringlu sem
snerist. Þegar skýið fór að drag-
ast saman og þéttast, brotnaði
það í parta vegna veikleika á
ýmsum stöðum, partarnir voru
gæddir eigin aðdráttarafli. Upp-
hafsstjarna fór að myndast í