Úrval - 01.12.1962, Síða 78
86
ÚR VAL
rennsli nýs, súrefnisríks blóðs til
nokkurs hluta hjartavöðvans.
Hjartslátturinn stjórnast venju-
lega af nokkurs konar „hraða-
stilli“ í hjartanu, sem sendir frá
sér rafstraumsboð um einu sinni
á sekúndu. En þegar lítill hluti
hjartavöðva Welsh tók að deyja
og lífið í vöðvahluta þessum tók
að fjara út vegna blóðskorts, varð
straumrof, og þessi deyjandi
vöðvi tók til að senda sín eigin
hröðu rafstraumsboð, sem hrifs-
uðu yfirstjórn hjartans úr hönd-
um „hraðastillisins“.
Dr. Leeper tók að gefa sjúkl-
ingnum quinidine í gegnum æð,
en lyfi því er ætlað að gera
hjartavöðvana minna mæma fyr-
ir hinum villandi rafstraums-
boðum. Hann vissi ekki, hvort
það gerði nokkurt gagn í þetta
skipti. Reynsla hans gaf til
kynna, að mikil hætta væri á
því, að ástand sjúklingsins versn-
aði og ruglingslegir kippir næðu
yfirhöndinni (fibrillation), en þá
fer hjartslátturinn algerlega úr
skorðum, og hjartað hættir að
dæla blóði. Slíkt hefur venjulega
dauðann í för með sér.
Læknirinn einblíndi á pappírs-
ræmuna, sem kom frá hjartarit-
unartækinu (EKG), sem fest var
við útlimi sjúklingsins og bringu.
í tækinu var ekki hægt að greina
neitt lífsmark frá hjartanu.
Klukkan 3,55 e. h. kom kaþólskur
prestur og veitti Charles Welsh
hina hinztu þjónustu. Fimmtán
mínútum síðar hreyfði sjúkling-
urinn sig, stundi og sagði: „Mig
er farið að svima.“ Og að því
mæltu missti hann meðvitund.
Hann hætti að anda. Ekki var
hægt að greina neinn æðaslátt
né blóðþrýsting. Hjarta hans var
hætt að starfa.
Hjartastarfsemin var nú að-
eins ruglingslegir kippir. Ofsaleg,
stjórnlaus rafstraumsboð bárust
nú um hjartað, og viðbrögð
vöðvanna voru skrykkjótt og
magnleysisleg. Sjúklingurinn gat
ekki átt meira en fjórar minútur
ólifaðar, ef nýtt blóð bærist ekki
til heilans.
Dr. Leeper hafði þegar gert sér
grein fj'rir vandanum og þeim
eina möguleika, sem fyrir hendi
var. „Við skulum reyna lifgun
úr dauðadái með blástursaðferð-
inni,“ sagði hann við hjúkrunar-
konuna, Claire Finley að nafni.
(Er þá notuð loftslanga úr plasti,
og er henni komið fyrir í munni
og hálsi sjúklingsins. Gegnum
hana blæs hjúkrunarkonan síðan
lofti niður í lungun). Um leið
greip læknirinn fyrsta, beitta
áhaldið, sem hann rak augun í,
en það voru skæri. Með þeim
gerði hann tíu þumlunga skurð
vinstra megin i brjósthol sjúk-
lingsins. Hann komst inn í brjóst-
liolið með nakinni, hægri hendi