Úrval - 01.12.1962, Side 47
HRAUSTUSTU HERMENN HEIMS
honura — en Gurkinn hefði ein-
ungis kvartað um höfuðverk.
Sá er þetta ritar á margar
sögulegar minningar frá því er
hann barðist með Gurkum á íta-
liu í síðari heimsstyrjöld.
Þegar Bandaríkjamenn og
Kanadamenn héldu yfir Arno inn
i Flórens, var Gurkahersveitun-
um fengið aðsetur á suðurbakka
fljótsins, þar sem ekki þótti ger-
legt að fylla borgina um of af
hermönnum, vegna hinna miklu
menningarverðmæta, sem þar
voru í húfi. Þóít svo væri til ætl-
azt að við héldum kyrru fyrir í
gistihúsinu, þar sem aðalstöðvun-
um hafði verið komið fyrir, átti
það sér stað að við héldum nið-
ur að únni þegar rökkva tók
til að athuga, hvort Þjóðverj-
arnir hefðu ekki skilið eitthvað
eftir í hinum auðu og yfirgefnu
verzlunarhúsum, sem þar stóðu.
Gerðu sumir okkar það þá að
gamni sínu að bregða þýzkum
nazistahjálmi upp á prik — en
svo vel voru Gurkarnir handan
55
við ána á verði, að varla tókst að
lyfta hjálminum um meira en fet,
áður en þeir höfðu skotið hann af
prikinu.
Svo örugg er liðveizla þeirra,
að þess finnst ekki nokkurt dæmi
að Gurki hafi gerzt liðhlaupi úr
her Bandamanna.
Að lokum er hér svo stutt saga,
sem lýsir ljóslega hollustu þeirra,
hlýðni og hugrekki.
Það gerðist í síðari heimsstyrj-
ökl, að Gurkaherfylki var valið
til að þjálfa fallhlífastökk. í
undirbúningstima var þeim, sem
fyrir valinu urðu, skýrt frá þvi
að þeir yrðu fyrst látnir stökkva
út úr fhigvélinni i 5000 feta hæð.
SIó þá þögn á Gurkana, unz einn
þeirra tók sig til og spurði hvort
það væri ekki helzt til mikil hæð,
syona i upphafi.
„Það er nú ekki mikið afrek
að stökkva það í fallhlíf,“ varð
kennaranum að orði.
Þá brostu Gurkarnir.
„Eigum við að vera með fall-
hlífar . . . nú þá er allt í lagi.‘
íslenzkir málshættir.
AÐ augnabragði verður enginn algerður.
ÞAÐ er seint að segja amen, þegar allir djáknarnir eru þagnaðir.
AMALAUS er enginn maður.